17. apríl, 2008

Íbúafundur um skólamál

Fræðslunefnd Flóahrepps stendur fyrir íbúafundi fimmtudagskvöldið 17. apríl kl. 20:30 í Flóaskóla. Fundurinn er boðaður til að fá umræður frá íbúum sveitarfélagsins um mál sem tengjast uppbyggingu skólamála í Flóahreppi.
7. apríl, 2008

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 9. apríl n.k. kl. 20.30 í Þingborg.
Dagskrá fundar má sjá hér:
2. apríl, 2008

Opinn íbúafundur um skólamál!

Fræðslunefnd Flóahrepps boðar til opins íbúafundar um framtíð skólamála í Flóahreppi
31. mars, 2008

Frá leikskólastjóra.

Laust er til umsóknar störf í leikskólanum Krakkaborg. 
Aðstoð í mötuneyti í 50% og starfsmaður á deild.
25. mars, 2008

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 9. apríl kl. 20.30 í Þingborg.
25. mars, 2008

Kennara vantar!

Lausar kennarastöður við Flóaskóla í Flóahreppi næsta skólaár......
6. mars, 2008

Flokkstjóri unglingavinnu

Auglýst er eftir flokkstjóra unglingavinnu í Flóahreppi sumarið 2008. Lágmarksaldur er 18 ár. Skriflegar umsóknir skilist á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, 801 Selfossi.
Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k.
Allar frekari upplýsingar fást hjá Guðmundi á skrifstofu Flóahrepps í síma 482-3260.

6. mars, 2008

Sorphirðudagatal

Sorphirðudagatal fyrir árið 2008 úr sorphirðuhandbók er nú aðgengilegt á heimasíðunni undir stjórnsýsla, umhverfismál.
3. mars, 2008

Plasthirða

Rúlluplast verður hirt við svokallaðan efri hring laugardaginn 8. mars n.k. samkvæmt sorphirðudagatali.
Plast var hirt í neðri hring laugardaginn 1. mars.
Gott er að hafa í huga við frágang plastsins að hrista hey úr því, losa það við aðskotahluti s.s. baggabönd, snæri, net ofl., þjappa því saman í viðráðanlegar einingar og geyma það á þurrum og skjólgóðum stað.