Auglýst er eftir flokkstjóra unglingavinnu í Flóahreppi sumarið 2008. Lágmarksaldur er 18 ár. Skriflegar umsóknir skilist á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, 801 Selfossi.
Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k.
Allar frekari upplýsingar fást hjá Guðmundi á skrifstofu Flóahrepps í síma 482-3260.
Rúlluplast verður hirt við svokallaðan efri hring laugardaginn 8. mars n.k. samkvæmt sorphirðudagatali.
Plast var hirt í neðri hring laugardaginn 1. mars.
Gott er að hafa í huga við frágang plastsins að hrista hey úr því, losa það við aðskotahluti s.s. baggabönd, snæri, net ofl., þjappa því saman í viðráðanlegar einingar og geyma það á þurrum og skjólgóðum stað.