23. maí, 2007

Aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa

Embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu auglýsir eftir aðstoðarmanni skipulagsfulltrúa í 50% stöðu sem gæti síðar aukist í allt að 75-100%.

14. maí, 2007

Heimilishjálp

Auglýst er eftir heimilisaðstoð á tvo staði í sveitarfélaginu, fjóra tíma í viku á hvorum stað. Frekari upplýsingar hjá sveitarstjóra í síma 482-3260 frá kl. 9.00-13.00

14. maí, 2007

Unglingavinna

Auglýst er eftir unglingum, 13 ára og eldri til vinnu í sumar í vinnuskóla sveitarfélagsins frá 11. júní til 19. júlí.

27. apríl, 2007

Kjörfundur

Kjörfundur í Flóahreppi vegna alþingiskosninga laugardaginn 12. maí 2007 verður haldinn í Félagslundi frá kl. 12.00-22.00.

Kjósendur eru minntir á að taka með sér persónuskilríki.

Kjörstjórn

27. apríl, 2007

Kjörskrá

Sbr. 26. gr. laga um kosningar til Alþings nr. 24/2000 auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 12. maí 2007, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg, almenningi til sýnis frá 30. apríl 2007 til kjördags á skrifstofutíma, frá kl. 9.00-16.00.


26. apríl, 2007

Viðgerð á þaki leikskóla

Flóahreppur auglýsir eftir aðila til að taka að sér viðgerð á þaki leikskólans Krakkaborgar.

Verkið þarf helst að framkvæma í júlí þegar sumarfríslokun er í leikskóla.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260 eða með tölvupósti, floahreppur@floahreppur.is fyrir 10. maí n.k. Þeim verður í kjölfarið send verðkönnunargögn.

26. apríl, 2007

Auglýsing um skipulagsmál

Í Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar

25. apríl, 2007

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 2. maí n.k. kl. 20.30 í Þingborg.

\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarbod_24.doc
16. apríl, 2007

Símaskrá Flóahrepps

Kæru sveitungar!

Kvenfélag Hraungerðishrepps vinnur að gerð símaskrár fyrir Flóahrepp. Símaskránni veður dreift á öll heimili og stofnanir í sveitarfélaginu og er von okkar að hún komi til með að nýtast ykkur vel.