9. desember, 2007

Átthagafræðinámskeið

Mánudaginn 3. desember lauk átthagafræðinámskeiðinu Flóahreppur,land og saga, sem haldið hefur verið á hverju mánudagskvöldi síðan 1. október.

Rúmlega fjörutíu þátttakendur voru útskrifaðir á lokakvöldinu sem fór fram í Þjórsárveri og sá kvenfélag Villingaholtshrepps um glæsilegar veitingar.

16. nóvember, 2007

Bókasafns og bæjarferð leikskólans.

Mánudaginn 19.nóvember kl.9:45 fara þrír elstu árgangar leikskólans í heimsókn á bókasafnið á Selfossi.  Einnig förum við í heimsókn á Kaffi Krús  og fáum þar heitt kakó og smákökur

4. nóvember, 2007

Viðtalstími oddvita

Viðtalstími oddvita fellur niður mánudaginn 5. nóvember vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin er í Reykjavík 5. - 6. nóvember.
31. október, 2007

Sveitarstjórnarfundur

Fundur sveitarstjórnar sem vera átti 7. nóvember er frestað um eina viku, til miðvikudagsins 14. nóvember.
Fundurinn verður haldinn í Þingborg kl. 20.30.
Efni fundar má sjá hér
17. október, 2007

Fréttatilkynning frá Vinnueftirlitinu

Hér má lesa fréttatilkynningu sem birt er að beiðni Vinnueftirlits.

Vinnuverndarvikan 2007

17. október, 2007

Samræmd próf

Samræmd próf fara fram í 4. og 7. bekk dagana 18. og 19. október. Prófað er í íslensku fimmtudaginn 18. október og stærðfræði föstudaginn 19. október.
15. október, 2007

Íbúafundur um áhættumat

Fundur verður haldinn fyrir íbúa Flóahrepps um kynningu áhættumats vegna Urriðafossvirkjunar í félagsheimilinu Félagslundi fimmtudaginn 18. október n.k. kl. 20.30.
Fulltrúar frá VST munu kynna áhættumatið og svara spurningum um það.
Sveitarstjórn

12. október, 2007

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 17. október n.k. í Þingborg kl. 20.30\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarboð 34.doc
10. október, 2007

Viðvera menningarfulltrúa

Viðtalstími menningarfulltrúa, Dorothee Lubecki verður í Flóahreppi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg miðvikudaginn 24. október 2007 kl. 10.00-11.30.
Einnig á skrifstofu menningarfulltrúa Austurvegi 56 fimmtudaginn 11. október 2007 kl. 10.00-12.30.