10. febrúar, 2008

Snjómokstur

Vegagerðinni hefur verið sent bréf vegna snjómoksturs á þeim vegum sem hún sér alfarið um, Villingaholtsvegi (305) og Gaulverjabæjarvegi (33) en samkvæmt vegaáætlun Vegagerðar eru þessir vegir aðeins mokaðir tvisar í viku.

Flóahreppur rekur skóla við Villingaholtsveg, Flóaskóla og þar er einnig félagsheimilið Þjórsárver.

8. febrúar, 2008

Menningarráð Suðurlands

Menningarráð Suðurlands auglýsir viðveru menningarfulltrúa vegna úthlutunar á menningarstyrkjum vorið 2008

Viðtalstími menningarfulltrúa, Dorothee Lubecki verður fimmtudaginn 21. febrúar kl. 10:00-11:30 í Flóahreppi

Einnig er hægt að hafa samband í síma 480-8207 / 896-7511 eða með netpósti: menning@sudurland.is

Frekari upplýsingar og eyðublöð eru á heimasíðu http://www.sudurland.is/

7. febrúar, 2008

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð fundar sveitarstjórnar frá 6. febrúar er komin á heimasíðuna og má sjá hér.
5. febrúar, 2008

Grímuball

Foreldrafélag Flóaskóla stendur fyrir grímuballi að kvöldi sprengidags, þriðjudagskvöldið 5. febrúar. Grímuballið verður í Þingborg kl. 20:00-21:30. Fjölskyldur nemenda eru hvattar til að mæta með þeim. Allir í búningum eða með hatta! Aðgangseyrir er enginn en sjoppan verður opin.
4. febrúar, 2008

Þorrablót í Þjórsárveri

Þorrablót í Þjórsárveri verður haldið laugardagskvöldið 9. febrúar og hefst samkoman klukkan 21:00 en húsið opnar hálftíma fyrr. Dagskráin hefst með borðhaldi, síðan taka við heimatilbúin skemmtiatriði og að lokum mun Kiddi Bjarna frá Selfossi halda uppi fjörinu á dansgólfinu fram á rauða nótt. Miðapantanir eru hjá Hjördísi og Geir í síma 486-3354, eða hjá Óla og Kristínu í síma 486-3317 í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 5. febrúar.

Mætum öll á blótið og tökum með okkur gesti!

Þorrablótsnefndin.

4. febrúar, 2008

Sveitarstjórnarfundur

Fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.30
Efni fundar má sjá hér.

22. janúar, 2008

Skólahaldi aflýst

Skólahald í Flóaskóla fellur niður í dag, föstudag 25. janúar, vegna veðurs og ófærðar.

14. janúar, 2008

Tapað hross

Ljósrauðblesótt smávaxin meri, 7. - 8. vetra, tapaðist frá Gegnishólum.
Þeir sem gætu veitt upplýsingar um merina, vinsamlegast hafið samband við Val Gíslason í síma 899-6006.
31. desember, 2007

Fundur sveitarstjórnar

Fyrsti fundur sveítarstjórnar Flóahrepps á nýju ári verður haldinn miðvikudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Þingborg. Efni fundar má sjá hér.