6. mars, 2008

Flokkstjóri unglingavinnu

Auglýst er eftir flokkstjóra unglingavinnu í Flóahreppi sumarið 2008. Lágmarksaldur er 18 ár. Skriflegar umsóknir skilist á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, 801 Selfossi.
Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k.
Allar frekari upplýsingar fást hjá Guðmundi á skrifstofu Flóahrepps í síma 482-3260.

6. mars, 2008

Sorphirðudagatal

Sorphirðudagatal fyrir árið 2008 úr sorphirðuhandbók er nú aðgengilegt á heimasíðunni undir stjórnsýsla, umhverfismál.
3. mars, 2008

Plasthirða

Rúlluplast verður hirt við svokallaðan efri hring laugardaginn 8. mars n.k. samkvæmt sorphirðudagatali.
Plast var hirt í neðri hring laugardaginn 1. mars.
Gott er að hafa í huga við frágang plastsins að hrista hey úr því, losa það við aðskotahluti s.s. baggabönd, snæri, net ofl., þjappa því saman í viðráðanlegar einingar og geyma það á þurrum og skjólgóðum stað.

28. febrúar, 2008

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2008.
Fundargerð má sjá hér.
22. febrúar, 2008

Frá Félagslundi

Vegna forfalla er félagsheimilið Félagslundur laust til útleigu á Skírdag, fimmtudaginn 20. mars.
Upplýsingar hjá húsverði í síma 692-8565
22. febrúar, 2008

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður í Þingborg miðvikudaginn 27. febrúar 2008 kl. 20.30.
Fundur sem vera átti miðvikudaginn 5. mars fellur niður.
Dagskrá fundar má sjá hér
10. febrúar, 2008

Snjómokstur

Vegagerðinni hefur verið sent bréf vegna snjómoksturs á þeim vegum sem hún sér alfarið um, Villingaholtsvegi (305) og Gaulverjabæjarvegi (33) en samkvæmt vegaáætlun Vegagerðar eru þessir vegir aðeins mokaðir tvisar í viku.

Flóahreppur rekur skóla við Villingaholtsveg, Flóaskóla og þar er einnig félagsheimilið Þjórsárver.

8. febrúar, 2008

Menningarráð Suðurlands

Menningarráð Suðurlands auglýsir viðveru menningarfulltrúa vegna úthlutunar á menningarstyrkjum vorið 2008

Viðtalstími menningarfulltrúa, Dorothee Lubecki verður fimmtudaginn 21. febrúar kl. 10:00-11:30 í Flóahreppi

Einnig er hægt að hafa samband í síma 480-8207 / 896-7511 eða með netpósti: menning@sudurland.is

Frekari upplýsingar og eyðublöð eru á heimasíðu http://www.sudurland.is/

7. febrúar, 2008

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð fundar sveitarstjórnar frá 6. febrúar er komin á heimasíðuna og má sjá hér.