15. september 2007

Átthagafræði, Flóahreppur land og saga

Námskeiðið Flóahreppur, land og saga, átthagafræði í ellefu hundruð ár, hefst mánudaginn 1. október og lýkur 3. desember, alls 20 stundir.

Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi viku fyrir fyrsta námskeiðskvöldið. Þátttaka tilkynnist í síma 480 8155, á netfanginu fraedslunet@fraedslunet.is eða á eyðublöðum á netsíðunni www.sudurland.is/fraedslunet.
Námskeiðið verður í félagsheimilum sveitarfélagsins, Þjórsárveri, Félagslundi og Þingborg kl. 20.30-22.30.
Námskeiðsgjald er kr. 10.000.
10. september 2007

Atvinna óskast

Ég er nýfluttur í sveitina og er að leita mér að vinnu, hef fjölbreytta starfsreynslu.

Ragnar Sigurjónsson sími: 8203565

6. ágúst 2007

Lokun skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð 7. til og með 10. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
2. ágúst 2007

Óskilamunir

Á skrifstofunni í Þingborg eru óskilamunir, sennilega frá unglingavinnunni.

Um er að ræða svartan bol, munstraðar kvartbuxur, bláa regnúlpu, rauða húfu, bleika flíspeysu og nestisbox.

Ef einhver saknar þessara muna, endilega nálgist þá á skrifstofunni.
27. júlí 2007

Álagningarskrá

Álagningarskrá einstaklinga 2007 liggur frammi til sýnis á skrifstofu sveitarfélgasins frá 31. júlí til og með 14.ágúst n.k.

27. júlí 2007

Húsaleigubætur

Þeir aðilar sem hyggjast sækja um húsaleigubætur þurfa að skila umsókn á skrifstofu sveitarfélagsins á þar til gerðu eyðublaði og gildir umsóknin til áramóta hvers árs nema hjá nemendum en þeirra umsókn gildir jafnlengi og húsaleigusamningur. 
13. júlí 2007

Sveitarstjórnarfundur

Næstu fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 1. ágúst kl. 20.30 í Þingborg.
\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarboð 30.doc
4. júlí 2007

Sumarfrí skipulagsfulltrúa

Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi verður í sumarfríi frá 16. júlí til 7. ágúst.
Næsti fundur skipulagsnefndar verður 12. júlí.
Allar fundargerðir skipulagsnefndar má sjá á www.sveitir.is
4. júlí 2007

Heimilisgarðyrkja og jarðgerð

Fimmtudaginn 12. júlí n.k. verður haldið námskeið í jarðgerð og heimilisgarðyrkju í félagsheimilinu Þingborg kl. 20.30.

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur verður leiðbeinandi á námskeiðinu.