31. október 2007

Sveitarstjórnarfundur

Fundur sveitarstjórnar sem vera átti 7. nóvember er frestað um eina viku, til miðvikudagsins 14. nóvember.
Fundurinn verður haldinn í Þingborg kl. 20.30.
Efni fundar má sjá hér
17. október 2007

Fréttatilkynning frá Vinnueftirlitinu

Hér má lesa fréttatilkynningu sem birt er að beiðni Vinnueftirlits.

Vinnuverndarvikan 2007

17. október 2007

Samræmd próf

Samræmd próf fara fram í 4. og 7. bekk dagana 18. og 19. október. Prófað er í íslensku fimmtudaginn 18. október og stærðfræði föstudaginn 19. október.
15. október 2007

Íbúafundur um áhættumat

Fundur verður haldinn fyrir íbúa Flóahrepps um kynningu áhættumats vegna Urriðafossvirkjunar í félagsheimilinu Félagslundi fimmtudaginn 18. október n.k. kl. 20.30.
Fulltrúar frá VST munu kynna áhættumatið og svara spurningum um það.
Sveitarstjórn

12. október 2007

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 17. október n.k. í Þingborg kl. 20.30\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarboð 34.doc
10. október 2007

Viðvera menningarfulltrúa

Viðtalstími menningarfulltrúa, Dorothee Lubecki verður í Flóahreppi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg miðvikudaginn 24. október 2007 kl. 10.00-11.30.
Einnig á skrifstofu menningarfulltrúa Austurvegi 56 fimmtudaginn 11. október 2007 kl. 10.00-12.30.

10. október 2007

Verkefnastyrkir til menningarstarfs

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál.

Veita á styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ein úthlutun verður árið 2007, í byrjun nóvember.

Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki til margvíslegra menningarverkefna en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.

28. september 2007

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 3. október kl. 20.30 í Þingborg.
\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarboð 33.doc
19. september 2007

Safnaklasi Suðurlands

Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtasamningi Suðurlands.
Safnafólk á Suðurlandi er boðað til fundar í Skógaskóla, þriðjudaginn 2. október kl. 14.00-17.00.