23. febrúar, 2009

Frá menningarfulltrúa

Dorothee Lubecki menningarfulltrúi Suðurlands verður með viðtalstíma á skrifstofu Flóahrepps fimmtudaginn 26. febrúar n.k. kl. 14.30-15.30.
Viðtalstíminn er í tengslum við styrki menningarráðs.
Einnig auglýsir menningarráð málþing um menningartengda ferðaþjónustu.
9. febrúar, 2009

Málþing Menningarráðs

Menningarráð heldur málþing um menningartengda ferðaþjónustu í Árnesi 12. mars nk. kl. 10:00-17:00. Dagskrá er í vinnslu.

9. febrúar, 2009

Styrkir Menningarráðs

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og Menntamálaráðuneytis og Samgönguráðuneytis um menningarmál.

5. febrúar, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður 11. mars 2009 kl. 21:00 í Þingborg. Athugið breyttan fundartíma.
Sveitarstjóri
30. janúar, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 4. febrúar kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
20. janúar, 2009

Þorrablót í Þingborg

Hið sameiginlega þorrablót skemmtinefndar Sandvíkurhrepps og Umf. Baldurs verður haldið í Þingborg laugardaginn 31. janúar n.k. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30.

18. janúar, 2009

Húsnæði óskast

Reglusamt par með tvö börn óskar eftir húsnæði til leigu í Flóahreppi.
Upplýsingar í símum:
565-5853, 772-1413 og 693-5625
Írís og Jón Ari
16. janúar, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar n.k. í Þingborg kl. 20:30.
Dagskrá fundar má sjá hér.
12. janúar, 2009

Þorrablót í Félagslundi

Laugardaginn 31. janúar 2009 verður þorrablót Gaulverja haldið í Félagslundi.