17. apríl, 2009

Kjörfundur í Flóahreppi

Kjörstjórn Flóahrepps auglýsir kjörfund vegna alþingiskosninga laugardaginn 25. apríl 2009 sem haldinn verður í Félagslundi frá kl. 10:00-22:00.

Kjósendur eru minntir á að taka með sér persónuskilríki.

17. apríl, 2009

Framlagning kjörskrár

Sbr. 26. gr. laga um kosningar til Alþings nr. 24/2000 með síðari breytingum auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. apríl 2009, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg til kjördags á opnunartíma skrifstofu alla virka daga frá kl. 9:00-16:00.

3. apríl, 2009

Kjörstaður

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kjörstaður sveitarfélagsins vegna kosninga til Alþingis 25. apríl n.k. verði í Félagslundi.

3. apríl, 2009

Næsti fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2009 kl. 20:30 í Þingborg.
31. mars, 2009

Árshátíð Flóaskóla

Árshátíðin verður haldin fimmtudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00 í Félagslundi. Dagskráin verður vönduð en nemendur hafa undanfarið æft stytta útgáfu af Kardimommubænum. Allir nemendur skólans koma að leik, söngvum, förðun og leikbúningum eða vinnu við sviðsmynd og skreytingar á sal.

27. mars, 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 1. apríl n.k. í Þingborg kl. 20.30.
Efni fundar má nálgast hér.
25. mars, 2009

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Minnt er á að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi fimmtudaginn 26. mars n.k. á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á milli klukkan 13 og 15. Endilega nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og reifa leiðir til atvinnuþróunar.

23. mars, 2009

Úrræði fyrir atvinnulausa

Námsstefna 3. apríl 2009 kl. 9.00–12.00 haldin á Hótel Sögu.
Fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna og breytingar á löggjöfinni og hvaða möguleikar felast í þeim.

6. mars, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 11. mars n.k. kl. 20:30 í Þingborg. Fyrstu tveir dagskrárliðir auglýstrar dagskrár falla niður.
Dagskrá fundar.