Minnt er á að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi fimmtudaginn 26. mars n.k. á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á milli klukkan 13 og 15. Endilega nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og reifa leiðir til atvinnuþróunar.
Námsstefna 3. apríl 2009 kl. 9.00–12.00 haldin á Hótel Sögu.
Fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna og breytingar á löggjöfinni og hvaða möguleikar felast í þeim.
Menningarráð heldur málþing um menningartengda ferðaþjónustu í Árnesi 12. mars nk. kl. 10:00-17:00. Dagskrá er í vinnslu.
Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og Menntamálaráðuneytis og Samgönguráðuneytis um menningarmál.