19. nóvember, 2009

Viðvera Atvinnuþróunarfélags

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi þriðjudaginn 24. nóvember n.k. á skrifstofu Flóahrepps milli kl. 10:00-12:00.  Nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð og ræða hugmyndir og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480-8210.

9. nóvember, 2009

Fundur með sveitarstjóra og oddvita

Margrét og Aðalsteinn ætla að vera í Félagslundi laugardaginn 14. nóvember n.k. frá kl. 10:00-12:00. Íbúar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra um hvað má betur fara að þeirra mati og hvað þeir eru ánægðir með. Heitt verður á könnunni.

2. nóvember, 2009

Flugvélar og leikhúsförðun

Miðvikudaginn 28. október fengu nemendur í 8. bekk að kynnast flugvélasmíði og leikhúsförðun.

Strákarnir í bekknum héldu ásamt Öldu kennara á Sandbakka til að skola flugvélasmíði hjá Alberti Sigurjónssyni og stelpurnar fengu Kolbrúnu Júlíusdóttur Kolsholti í heimsókn sem sýndi þeim leikhúsförðun.
30. október, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20:30 í Þingborg.
9. október, 2009

Lokun skóla

Flóaskóli verður lokaður föstudaginn 9. október vegna veðurs.  Vinsamlegast hafið samband við skólastjóra ef þið hafið spurningar vegna þessa.
5. október, 2009

Opnun skrifstofu 9. október

Föstudaginn 9. október n.k. verður skrifstofa Flóahrepps lokuð frá kl. 11.00 í stað frá kl. 13.00.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.
22. september, 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 7. október n.k. kl. 21:00 í Þingborg.
Efni fundar:
21. september, 2009

Haustþing kennara

Tilkynning til forelda nemenda við Flóaskóla:
Fimmtudaginn 24. september verður heimkeyrsla frá skóla kl. 12:35 vegna haustþings kennara. 
Föstudagurinn 25. september er starfsdagur kennara (v/ haustþings) og þann dag eru nemendur í fríi.  Skólavistun er opin á fimmtudag fyrir þau börn sem þar eru skráð en lokuð á föstudeginum.
Hafi foreldrar spurningar vegna þessa eru þeir beðnir um að beina þeim til skólastjórnenda eða umsjónarkennara.

10. september, 2009

Messa í Gaulverjabæjarkirkju

Messa verður haldin í Gaulverjabæjarkirkju sunnudaginn 20. september, kl. 14:00. Kirkjukór Gaulverjabæjarkirkju leiðir safnaðarsöng, organisti er Haukur Gíslason. Sérstaklega er vænst þátttöku væntanlegra fermingarbarna og foreldra þeirra. Allir hjartanlega velkomnir.
Sveinn Valgeirsson sóknarprestur.