5. janúar, 2010

Akstur fyrir aldraða

Flóahreppur auglýsir eftir ábyrgum aðila til að annast akstur fyrir aldraða í dagdvöl á Selfossi til samræmis við reglur um akstur fyrir eldri borgara í Flóahreppi.

3. janúar, 2010

Kennsla hefst eftir jólaleyfi

Kennsla hefst í Flóaskóla samkvæmt stundaskrám þriðjudaginn 5. janúar kl. 8:10.  Mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur en þá sækja starfsmenn skólans fræðslufundi og undirbúa starf næstu vikna.
Það eru spennandi tímar framundan og við hlökkum til að mæta aftur í skólann eftir gott frí.  -Skólastjóri.
30. desember, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2010 í Þingborg kl. 20:30
22. desember, 2009

Skólaakstur

Skólabílstjóra vantar í akstur frá Hólmaseli í Flóaskóla frá og með áramótum. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370 eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is.

21. desember, 2009

Opnun skrifstofu um hátíðir

Skrifstofa Flóahrepps verður opin til kl. 12.00 miðvikudaginn 23. desember, lokuð fimmtudaginn 24. desember og fimmtudaginn 31. desember.
11. desember, 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 16. desember n.k. kl. 20:30
10. desember, 2009

Aðventusamkoma

Aðventusamkoma verður í Þingborg, laugardaginn 12. desember kl. 16:00. Þar verður kórsöngur, fjöldasöngur, söngur skólabarna, ávarp, hugleiðing og jólasaga.
Hraungerðis- og Villingaholtskirkjur

8. desember, 2009

Íbúafundur

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Hraungerðishrepps í Flóahreppi, 2003-2015 verða kynntar fyrir íbúum Flóahrepps sbr. 1. mgr. 17. gr. skipulag- og byggingarlaga.

Kynningarfundurinn verður haldinn í Þingborg þriðjudaginn 15. desember n.k. kl. 20:30

24. nóvember, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 2. desember 2009.