Fimmtudagskvöldið 4. desember n.k. kl. 20:30 verður fyrirlestur í Þjórsárveri, á vegum Foreldrafélags Flóaskóla. Fyrirlesarinn verður Kári Eyþórsson ráðgjafi, og mun hann fjalla um bjartsýni og jákvæð viðhorf til lífsins.
Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í matartengdri ferðaþjónustu, eigendum lítilla og meðalstórra matvælafyrirtækja og fólki sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli til að þeir geti sameinast og stillt saman strengi sína.
Álagningarskrá lögaðila í Flóahreppi fyrir gjaldárið 2008 vegna rekstrar á árinu 2007 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til og með föstudagsins 14. nóvember n.k.
Sameiginlegt þorrablót Umf. Baldurs og Sandvíkinga verður haldið laugardaginn 31. janúar 2009 í Þingborg