25. nóvember 2008

Fyrirlestur

Fimmtudagskvöldið 4. desember n.k. kl. 20:30 verður fyrirlestur í Þjórsárveri, á vegum Foreldrafélags Flóaskóla. Fyrirlesarinn verður Kári Eyþórsson ráðgjafi, og mun hann fjalla um bjartsýni og jákvæð viðhorf til lífsins.

21. nóvember 2008

Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2008, kl. 20.30 að Laugalandi um verkefnið Þjórsársveitir-uppspretta orkunnar.
Um er að ræða samstarfsverkefni sveitafélaganna Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um nýtingu orku á svæðinu, ef af virkjun verður í neðri hluta Þjórsár.
12. nóvember 2008

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þingborg 19. nóvember n.k. kl. 20.30.
Efni fundar má sjá hér.
11. nóvember 2008

Verðlagning útflutningsvöru og þjónustu

Námskeið á vegum Útflutningsráðs um áætlanagerð og verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.
Námskeiðið verður haldið á Hótel Selfossi miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13-17.
Frekari upplýsingar má sjá hér.
9. nóvember 2008

Sveitarstjórn hefur samþykkt gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Flóahreppi vegna aukaheimsókna að hausti.
Gjaldskrána má sjá hér.
7. nóvember 2008

Matarklasi Suðurlands

Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í matartengdri ferðaþjónustu, eigendum lítilla og meðalstórra matvælafyrirtækja og fólki sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli til að þeir geti sameinast og stillt saman strengi sína.

4. nóvember 2008

Álagningarskrá félaga 2008

Álagningarskrá lögaðila í Flóahreppi fyrir gjaldárið 2008 vegna rekstrar á árinu 2007 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til og með föstudagsins 14. nóvember n.k.

31. október 2008

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember n.k. kl. 20.30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
16. október 2008

Þorrablót

Sameiginlegt þorrablót Umf. Baldurs og Sandvíkinga verður haldið laugardaginn 31. janúar 2009 í Þingborg