11. desember, 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 16. desember n.k. kl. 20:30
10. desember, 2009

Aðventusamkoma

Aðventusamkoma verður í Þingborg, laugardaginn 12. desember kl. 16:00. Þar verður kórsöngur, fjöldasöngur, söngur skólabarna, ávarp, hugleiðing og jólasaga.
Hraungerðis- og Villingaholtskirkjur

8. desember, 2009

Íbúafundur

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Hraungerðishrepps í Flóahreppi, 2003-2015 verða kynntar fyrir íbúum Flóahrepps sbr. 1. mgr. 17. gr. skipulag- og byggingarlaga.

Kynningarfundurinn verður haldinn í Þingborg þriðjudaginn 15. desember n.k. kl. 20:30

24. nóvember, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 2. desember 2009.
19. nóvember, 2009

Viðvera Atvinnuþróunarfélags

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi þriðjudaginn 24. nóvember n.k. á skrifstofu Flóahrepps milli kl. 10:00-12:00.  Nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð og ræða hugmyndir og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480-8210.

9. nóvember, 2009

Fundur með sveitarstjóra og oddvita

Margrét og Aðalsteinn ætla að vera í Félagslundi laugardaginn 14. nóvember n.k. frá kl. 10:00-12:00. Íbúar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra um hvað má betur fara að þeirra mati og hvað þeir eru ánægðir með. Heitt verður á könnunni.

2. nóvember, 2009

Flugvélar og leikhúsförðun

Miðvikudaginn 28. október fengu nemendur í 8. bekk að kynnast flugvélasmíði og leikhúsförðun.

Strákarnir í bekknum héldu ásamt Öldu kennara á Sandbakka til að skola flugvélasmíði hjá Alberti Sigurjónssyni og stelpurnar fengu Kolbrúnu Júlíusdóttur Kolsholti í heimsókn sem sýndi þeim leikhúsförðun.
30. október, 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20:30 í Þingborg.
9. október, 2009

Lokun skóla

Flóaskóli verður lokaður föstudaginn 9. október vegna veðurs.  Vinsamlegast hafið samband við skólastjóra ef þið hafið spurningar vegna þessa.