12. október, 2010

Tónleikar í Þjórsárveri

Föstudaginn 15. október verður Hjaltested/Íslandi dúettinn með vandaða söngdagskrá í Þjórsárveri. Dúettinn skipa þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, sópran og Stefán Helgi Stefánsson, tenór.
11. október, 2010

Laust starf í Flóaskóla

Flóaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 75% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðning í starfið er tímabundin til 31. maí 2011. Vinnutími er í dagvinnu á bilinu frá 8:00-16:00.

11. október, 2010

Samstöðufundur

Samstöðufundur vegna niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður í dag, 11. október klukkan 17.00 við Hótel Selfoss.
Dagskrá:

8. október, 2010

Ný netföng í Flóaskóla

Nú hefur starfsfólk Flóaskóla fengið ný netföng. Sjá má netföngin á heimasíðu skólans: /skolar/floaskoli/starfsmenn-2010-2011 

2. október, 2010

Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson

Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson halda skemmtun eins og þeim er einum lagið, laugardaginn 2. október að Þingborg. Þeir munu taka öll sín þekktustu lög og fara með gamanmál eins og þeirra er von og vísa.

27. september, 2010

Hundafangari

Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsa eftir sameiginlegum hundafangara og samstarfsaðila til að annast geymslu handsamaðra hunda sbr. samþykktir sveitarfélaganna um hundahald.

Umsóknir sendist á netföngin floahreppur@floahreppur.is og oddviti@skeidgnup.is.

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 8. október 2010
22. september, 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 6. október kl. 20:00 í Þingborg.
Erindi sem óskað er eftir að sveitarstjórn taki fyrir þurfa að hafa borist á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg í síðasta lagi föstudaginn 1. október n.k.
Skrifleg erindi berist til: Flóahreppur, Þingborg, 801 Selfossi.
10. september, 2010

Vaxtarsamningur Suðurlands

Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði útflutnings og gjaldeyrisskapandi viðskipta.

9. september, 2010

Reykjaréttir

Réttað verður í Reykjaréttum á Skeiðum, laugardaginn 11. september.