Skólabílstjóra vantar í akstur frá Hólmaseli í Flóaskóla frá og með áramótum. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370 eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is.
Aðventusamkoma verður í Þingborg, laugardaginn 12. desember kl. 16:00. Þar verður kórsöngur, fjöldasöngur, söngur skólabarna, ávarp, hugleiðing og jólasaga.
Hraungerðis- og Villingaholtskirkjur
Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Hraungerðishrepps í Flóahreppi, 2003-2015 verða kynntar fyrir íbúum Flóahrepps sbr. 1. mgr. 17. gr. skipulag- og byggingarlaga.
Kynningarfundurinn verður haldinn í Þingborg þriðjudaginn 15. desember n.k. kl. 20:30
Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi þriðjudaginn 24. nóvember n.k. á skrifstofu Flóahrepps milli kl. 10:00-12:00. Nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð og ræða hugmyndir og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480-8210.