24. mars, 2010

GREASE-miðasala!

Ágætu sveitungar!  Árshátíð Flóaskóla verður haldin föstudaginn 26. mars í Þjórsárveri en þar verður sýndur rokksöngleikurinn GREASE í sérstakri útfærslu Flóaskóla.  Allir nemendur skólans koma á einn eða annað hátt að þessari mögnuðu sýningu þar sem skiptast á skin og skúrir.  Það verður mikið um söng, dans og fjör! 
Söngleikurinn verður sýndur tvisvar sama daginn, kl. 13:00 og kl. 20:00.  Nú gefst ykkur tækifæri til að panta miða því enn eru laus sæti á sýninguna kl. 13:00 en uppselt er á sýninguna kl. 20:00.  Miðaverð er kr. 500 og opin sjoppa í hléi (enginn posi).  Við hvetjum ykkur til að panta miða og fylgjast með framtíð Flóahrepps á sviði í frábærum söngleik.  Miðapantanir hjá kristin@floahreppur.is eða í gsm 663-5720. 
Kveðja frá nemendum og starfsfólki Flóaskóla.
18. mars, 2010

Félagsheimili Flóahreppi

Bjóðum upp á góða aðstöðu fyrir veislur, fundi, ráðstefnur, gistingu, ættarmót, ýmsa íþróttaiðkun og aðra mannfagnaði.
18. mars, 2010

Sveitabær óskast

Hjón með 4 börn, hesta og fleiri dýr óska eftir sveitabæ til leigu í Flóahreppi. Góð umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Verður að vera langtímaleiga. Uppl. í síma 699-6296.
12. mars, 2010

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudag 17. mars kl. 20.30 í Þingborg.
4. mars, 2010

Suðurstrandarkort 2010-2011

Upplýsinigamiðstöð Suðurlands stendur fyrir endurnýjun Suðurstrandakorts, bæklingi ætluðum ferðamönnum. Á síðasta ári voru prentuð 30 þúsund eintök og er það upplag að verða búið.  Þeir aðilar í Flóahreppi sem vilja koma þjónustu sinni á framfæri geta haft samband við Upplýsingamiðstöð Suðurlands í síma 483-4601.

1. mars, 2010

Auglýsing um aðalskipulag Flóahrepps

2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað á fundi sínum þann 18. febrúar 2010 að hefja aðalskipulagsferli fyrir svæði innan fyrrum Villingaholtshrepss að nýju skv. 16.- 19. gr. skipulags- og byggingarlaga.

25. febrúar, 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 3. mars kl. 20.30 í Þingborg.
23. febrúar, 2010

Námskeið í markaðssetningu á netinu

AtvinnuþróunarfélagSuðurlands í samvinnu við Útflutningsráð Íslands og mbl.is mun bjóða upp á námskeið í markaðssetningu á netinu byggt á samnefndri bók sem var að koma út. Kennarar eru Guðmundur Arnar, markaðsstjóri hjá Icelandair og Kristján Már hjá Nordic eMarketing.

23. febrúar, 2010

Hvítar dúfur

Er með hvítar dúfur sem ég er að leigja við allskonar tækifæri td brúðkaup, fermingar og allskonar athafnir og uppákomur,um að gera að panta fyrir sumarið.
Ragnar Sigurjónsson, netfang: icegordon@gmail.com