26. apríl 2007

Viðgerð á þaki leikskóla

Flóahreppur auglýsir eftir aðila til að taka að sér viðgerð á þaki leikskólans Krakkaborgar.

Verkið þarf helst að framkvæma í júlí þegar sumarfríslokun er í leikskóla.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 482-3260 eða með tölvupósti, floahreppur@floahreppur.is fyrir 10. maí n.k. Þeim verður í kjölfarið send verðkönnunargögn.

26. apríl 2007

Auglýsing um skipulagsmál

Í Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar

25. apríl 2007

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 2. maí n.k. kl. 20.30 í Þingborg.

\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarbod_24.doc
16. apríl 2007

Símaskrá Flóahrepps

Kæru sveitungar!

Kvenfélag Hraungerðishrepps vinnur að gerð símaskrár fyrir Flóahrepp. Símaskránni veður dreift á öll heimili og stofnanir í sveitarfélaginu og er von okkar að hún komi til með að nýtast ykkur vel.

4. apríl 2007

Fundur sveitarstjórnar

Fastir fundir sveitarstjórnar eru fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20.30. Til frekari upplýsinga um fundartíma og skil á gögnum fyrir fund er bent á stjórnsýslu, fundartími hér á síðunni.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 4. apríl kl. 20.30 í Þingborg.\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarboð 22.doc

28. mars 2007

Framboðsfundur í Flóahreppi

Stefnt er að því að halda opinn fund með fulltrúum frambjóðenda allra flokka í Suðurkjördæmi, vegna komandi Alþingiskosninga þriðjudaginn 17. apríl n.k. í Þingborg kl. 20.30.

27. mars 2007

Söfnun á rúlluplasti

Auglýst hefur verið að söfnun rúlluplasts hefjist 29. mars n.k.

Af því getur því miður ekki orðið fyrr en laugardaginn 31. mars og er áætlað að byrja kl. 8.00 um morguninn.

20. mars 2007

Miðvikudaginn 21.mars kl. 20:30 verður foreldrakvöld í Krakkaborg. Viljum við bjóða öllum foreldrum, ömmum og öfum velkomin í leikskólann. Við ætlum að vera með kynningu á Tákn með tali, til hvers við notum þetta tjáningarform og hvað það er. Vídeóupptökur af börnum 

5. febrúar 2007

Vatnsveita Flóahrepps

Sveitarstjórn hefur samþykkt að vatnsveita í Hraungerðishreppi og vatnsveita í Gaulverjabæjarhreppi og Villingaholtshreppi verði eftirleiðis nefnd vatnsveita Flóahrepps með fyrirvara um samþykki Árborgar sem á hlut í veitunni.