23. febrúar 2010

Námskeið í markaðssetningu á netinu

AtvinnuþróunarfélagSuðurlands í samvinnu við Útflutningsráð Íslands og mbl.is mun bjóða upp á námskeið í markaðssetningu á netinu byggt á samnefndri bók sem var að koma út. Kennarar eru Guðmundur Arnar, markaðsstjóri hjá Icelandair og Kristján Már hjá Nordic eMarketing.

23. febrúar 2010

Hvítar dúfur

Er með hvítar dúfur sem ég er að leigja við allskonar tækifæri td brúðkaup, fermingar og allskonar athafnir og uppákomur,um að gera að panta fyrir sumarið.
Ragnar Sigurjónsson, netfang: icegordon@gmail.com

23. febrúar 2010

Fréttapistlar á Útvarpi Suðurland

Ágætu íbúar í Flóahreppi!
Undirritaður hefur verið með fréttapistla á Útvarpi Suðurlands FM 963 á fimmtudagsmorgnum kl 11:00, í rúmlega eitt ár og sagt frá mönnum og málefnum. Ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri, viðburðir eða eitthvað annað þá er ég með netfangið: icegordon@gmail.com
Ragnar Sigurjónsson

22. febrúar 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þingborg 24. febrúar 2010 kl. 20.30.
19. febrúar 2010

Lokafrágangur við Flóaskóla

Flóahreppur auglýsir eftir verðhugmyndum frá áhugasömum byggingaverktökum í lokafrágang viðbyggingar Flóaskóla.

16. febrúar 2010

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg fimmtudaginn 18. febrúar n.k.
15. febrúar 2010

Grímuball!

Grímuball á vegum foreldrafélags Flóaskóla verður haldið fyrir nemendur skólans og fjölskyldur þeirra að kvöldi sprengidags, þriðjudagskvöldið 16. febrúar.  Að þessu sinni er grímuballið haldið í Félagslundi kl. 20:00-21:30.  Athugið að í fréttabréfi skólans var sagt að ballið væri í Þingborg en það er rangt.  Enginn aðgangseyrir er að grímuballinu en sjoppan verður opin. 
9. febrúar 2010

Klasasprengja

Tilgangur verkefnisins er að fagna góðum árangri samstarfs á Suðurlandi, kynna það fyrir hvert öðru og hvetja til frekari samstarfs og hugmyndavinnu á milli klasanna.

8. febrúar 2010

Umsóknir um styrki til Menningarráðs

Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.