5. febrúar 2008

Grímuball

Foreldrafélag Flóaskóla stendur fyrir grímuballi að kvöldi sprengidags, þriðjudagskvöldið 5. febrúar. Grímuballið verður í Þingborg kl. 20:00-21:30. Fjölskyldur nemenda eru hvattar til að mæta með þeim. Allir í búningum eða með hatta! Aðgangseyrir er enginn en sjoppan verður opin.
4. febrúar 2008

Þorrablót í Þjórsárveri

Þorrablót í Þjórsárveri verður haldið laugardagskvöldið 9. febrúar og hefst samkoman klukkan 21:00 en húsið opnar hálftíma fyrr. Dagskráin hefst með borðhaldi, síðan taka við heimatilbúin skemmtiatriði og að lokum mun Kiddi Bjarna frá Selfossi halda uppi fjörinu á dansgólfinu fram á rauða nótt. Miðapantanir eru hjá Hjördísi og Geir í síma 486-3354, eða hjá Óla og Kristínu í síma 486-3317 í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 5. febrúar.

Mætum öll á blótið og tökum með okkur gesti!

Þorrablótsnefndin.

4. febrúar 2008

Sveitarstjórnarfundur

Fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.30
Efni fundar má sjá hér.

22. janúar 2008

Skólahaldi aflýst

Skólahald í Flóaskóla fellur niður í dag, föstudag 25. janúar, vegna veðurs og ófærðar.

14. janúar 2008

Tapað hross

Ljósrauðblesótt smávaxin meri, 7. - 8. vetra, tapaðist frá Gegnishólum.
Þeir sem gætu veitt upplýsingar um merina, vinsamlegast hafið samband við Val Gíslason í síma 899-6006.
31. desember 2007

Fundur sveitarstjórnar

Fyrsti fundur sveítarstjórnar Flóahrepps á nýju ári verður haldinn miðvikudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Þingborg. Efni fundar má sjá hér.
21. desember 2007

Plasthreinsun

Næsta rúlluplasthreinsun verður í janúar 2008. Byrjað verður á svokölluðum neðri hring 5. janúar, niður Gaulverjabæjarveg að Hellum, um Hamarsveg að Þjórsárveri, Mjósyndi.
12.janúar verður farið að Súluholti, að Hurðarbaki, Urriðafossi og niður gamla Hraungerðishreppinn.

Plasthirða verður á tveggja mánaða fresti árið 2008 nema um sumarið, þá mun lengra líða á milli.
14. desember 2007

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þingborg, fimmtudaginn 20. desember kl. 20.30
Efni fundar má sjá hér
14. desember 2007

Flóaskóli lokaður vegna veðurs

Í dag, föstudaginn 14. desember, er Flóaskóli lokaður vegna veðurs. Forráðamenn eru beðnir um að beina öllum fyrirspurnum varðandi lokun skóla til skólastjóra í síma 663-5720 eða á netfang kristin@floahreppur.is