12. október 2007

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 17. október n.k. í Þingborg kl. 20.30\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarboð 34.doc
10. október 2007

Viðvera menningarfulltrúa

Viðtalstími menningarfulltrúa, Dorothee Lubecki verður í Flóahreppi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg miðvikudaginn 24. október 2007 kl. 10.00-11.30.
Einnig á skrifstofu menningarfulltrúa Austurvegi 56 fimmtudaginn 11. október 2007 kl. 10.00-12.30.

10. október 2007

Verkefnastyrkir til menningarstarfs

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál.

Veita á styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ein úthlutun verður árið 2007, í byrjun nóvember.

Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki til margvíslegra menningarverkefna en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.

28. september 2007

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 3. október kl. 20.30 í Þingborg.
\vefsidan\Data\MediaArchive\fundarboð 33.doc
19. september 2007

Safnaklasi Suðurlands

Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtasamningi Suðurlands.
Safnafólk á Suðurlandi er boðað til fundar í Skógaskóla, þriðjudaginn 2. október kl. 14.00-17.00.
15. september 2007

Átthagafræði, Flóahreppur land og saga

Námskeiðið Flóahreppur, land og saga, átthagafræði í ellefu hundruð ár, hefst mánudaginn 1. október og lýkur 3. desember, alls 20 stundir.

Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi viku fyrir fyrsta námskeiðskvöldið. Þátttaka tilkynnist í síma 480 8155, á netfanginu fraedslunet@fraedslunet.is eða á eyðublöðum á netsíðunni www.sudurland.is/fraedslunet.
Námskeiðið verður í félagsheimilum sveitarfélagsins, Þjórsárveri, Félagslundi og Þingborg kl. 20.30-22.30.
Námskeiðsgjald er kr. 10.000.
10. september 2007

Atvinna óskast

Ég er nýfluttur í sveitina og er að leita mér að vinnu, hef fjölbreytta starfsreynslu.

Ragnar Sigurjónsson sími: 8203565

6. ágúst 2007

Lokun skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð 7. til og með 10. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
2. ágúst 2007

Óskilamunir

Á skrifstofunni í Þingborg eru óskilamunir, sennilega frá unglingavinnunni.

Um er að ræða svartan bol, munstraðar kvartbuxur, bláa regnúlpu, rauða húfu, bleika flíspeysu og nestisbox.

Ef einhver saknar þessara muna, endilega nálgist þá á skrifstofunni.