4. ágúst 2008

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Flóahrepps verður lokuð dagana 5. - 8. ágúst, vikuna eftir verslunarmannahelgi, vegna sumarleyfa og föstudagana 15. og 22. ágúst.

Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri verður í sumarfríi frá 5. ágúst til 25.ágúst.

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður fimmtudaginn 28. ágúst og þarf efni að berast a.m.k. tveimur virkum dögum fyrir fund á skrifstofu sveitarfélags.

30. júlí 2008

Lausar stöður við Flóaskóla 2008-2009

Hlutastarf aðstoðarmanneskju í mötuneyti

Um er að ræða 50% starf, vinnutími er kl. 9:00-13:00 virka daga. Allir nemendur og starfsmenn skólans nota mötuneytið en þar eru máltíðir eldaðar frá grunni alla morgna og stuðst við markmið Lýðheilsustöðvar um skólamötuneyti.

Starfið felst m.a. í undirbúningi matmálstíma, aðstoð við eldamennsku, frágang og þrif.

30. júlí 2008

Frá Hitaveitu Hraungerðishrepps

Heitavatnslaust verður fimmtudaginn 31. júlí í um það bil þrjár klukkustundir.
Nákvæmari tímasetning er ekki til staðar.
23. júlí 2008

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 28. júlí 2008 kl. 20.30 í Þingborg.
Dagskrá fundar má nálgast hér.
22. júlí 2008

Ítrekun á auglýsingu

Auglýsing um Aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi.

Samkvæmt 18. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi.
18. júlí 2008

Týnd dúfa

Tapaði hvítri dúfu úr tilraunaeldinu í Brandshúsum 4.
Ef einhver hefur orðið var við hana vinsamlegast
látið vita í síma 820-3565.
Ragnar Sigurjónsson
2. júlí 2008

Skrifstofustarf

Flóahreppur auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg.

Um er að ræða 50 % starf frá kl. 9:00 – 13:00 sem felst í símvörslu og öðrum almennum skrifstofustörfum.

27. júní 2008

Útboð

Flóahreppur óskar eftir tilboðum í verkið:

Gatnagerð Heiðargerði.

Verklok eru 1. október 2008.

26. júní 2008

Hestur í óskilum

Brúnn ómarkaður hestur, 4-5 vetra, er í óskilum í Langholti II hjá Ragnari.
 
Upplýsingar í síma 482-1061, Langholt eða 480-4370, skrifstofa Flóahrepps.