16. febrúar 2010

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg fimmtudaginn 18. febrúar n.k.
15. febrúar 2010

Grímuball!

Grímuball á vegum foreldrafélags Flóaskóla verður haldið fyrir nemendur skólans og fjölskyldur þeirra að kvöldi sprengidags, þriðjudagskvöldið 16. febrúar.  Að þessu sinni er grímuballið haldið í Félagslundi kl. 20:00-21:30.  Athugið að í fréttabréfi skólans var sagt að ballið væri í Þingborg en það er rangt.  Enginn aðgangseyrir er að grímuballinu en sjoppan verður opin. 
9. febrúar 2010

Klasasprengja

Tilgangur verkefnisins er að fagna góðum árangri samstarfs á Suðurlandi, kynna það fyrir hvert öðru og hvetja til frekari samstarfs og hugmyndavinnu á milli klasanna.

8. febrúar 2010

Umsóknir um styrki til Menningarráðs

Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.
4. febrúar 2010

Grunnskólameistarar í glímu!

Flóaskóli á nú tvo grunnskólameistara í glímu en Grunnskólamót HSK var haldið í Reykholti 3. febrúar.   Flóaskóli sendi 5 keppendur á mótið og það voru þau Þorgils Kári Sigurðsson nemandi í 6. bekk (frá Kolsholti III) og Guðrún Inga Helgadóttir nemandi í 7. bekk (frá Súluholti) sem náðu þessum frábæra árangri. 

1. febrúar 2010

Námsmatsdagur í Flóaskóla

Þriðjudagurinn 2. febrúar er námsmatsdagur í Flóaskóla.  Nemendur mæta til viðtals við umsjónarkennara ásamt foreldri/forsjáraðila, viðtalstímar hvers og eins hafa verið sendir heim.  Ekki er hefðbundin kennsla þennan dag og skólavistun er lokuð.  -Skólastjórnendur.
26. janúar 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 20:30 í Þingborg
21. janúar 2010

Auglýsing um skipulagsmál

í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.
18. janúar 2010

Styrkir til atvinnumála kvenna

Fréttatilkynning:
Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar.
Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar.