16. október 2008

Þorrablót

Sameiginlegt þorrablót Umf. Baldurs og Sandvíkinga verður haldið laugardaginn 31. janúar 2009 í Þingborg

11. október 2008

Fundir með íbúum

Sveitarstjóri og oddviti verða með spjallfundi við íbúa Flóahrepps sem hér segir:
Laugardag 11. október kl. 10.00-12.00 í Þingborg
Laugardag 25. október kl. 10.00-12.00 í Félagslundi
Laugardag 1.nóvember kl. 10.00-12.00 í Þjórsárveri
Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og ræða málefni sveitarfélagsins eða bara kíkja í kaffi.

9. október 2008

Fundargerð sveitarstjórnarfundar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 8. október 2008 má sjá hér.

2. október 2008

Nýtt símanúmer fyrir Þjórsárver

Tekið er á móti pöntunum fyrir félagsheimilið Þjórsárver í síma 898-2554.

1. október 2008

Fundur um sorphirðumál

Fimmtudaginn 9. október n.k. verður haldinn íbúafundur vegna sorpmála í Þingborg kl. 20.30. Fulltrúar Íslenska Gámafélagsins og fulltrúar sveitarfélagsins munu svara spurningum íbúa um sorpmál
2. september 2008

Starf við heimaþjónustu

Viltu vinna hlutastarf við heimaþjónustu?
Helstu verkefni eru almenn þrif, aðstoð við aldrað fólk svo sem stuðningur og hvatning og persónuleg umhirða.
29. ágúst 2008

Úthlutun menningarstyrkja 2008

Viðvera menningarfulltrúa vegna úthlutunar á menningarstyrkjum haustið 2008 verður í Flóahreppi þriðjudaginn 16. september kl. 10:00-11:30  á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg.
26. ágúst 2008

Starfsmaður óskast

Flóaskóli auglýsir eftir starfsmanni skólavistunar

Um er að ræða um það bil 45% starfshlutfall alla virka daga, vinnutími er að jafnaði um 3-4 klukkustundir á dag eftir að hefðbundum skóladegi nemenda lýkur. Starfið felst í umsjón og vinnu með blönduðum nemendahópi 6-9 ára barna.

26. ágúst 2008

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst n.k. kl. 20.30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.