15. júní 2009

Sumarfrí félagsmálastjóra

Nanna Mjöll Atladóttir félagsmálastjóri Flóahrepps verður í sumarleyfi vikurnar 22. júní - 10. júlí og 27. júlí - 7. ágúst.
Arndís Tómasdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf hefur verið ráðin í sumarafleysingar.
13. júní 2009

Deiliskipulag við Flóaskóla

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:

10. júní 2009

Leikskólinn Krakkaborg, Flóahreppi

Leikskólinn Krakkaborg óskar eftir starfsmanni. Leikskólinn er staðsettur 8 km austur af Selfossi og er 40 barna skóli.

27. maí 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 3. júní 2009 kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
15. maí 2009

Íbúafundur um skólamál

Íbúafundur um skólamál var haldinn í Flóaskóla 13. maí s.l. á vegum sveitarstjórnar, fræðslunefndar og skólaráðs.
Fundurinn var vel sóttur af íbúum sveitarfélagsins.
4. maí 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
21. apríl 2009

Hönnunarvinna

Sveitarstjórn Flóahrepps hyggst láta hanna viðbyggingu við Flóaskóla samkvæmt þarfagreiningu um rýmisþörf og drögum að tillögu sem unnin hefur verið.

17. apríl 2009

Kjörfundur í Flóahreppi

Kjörstjórn Flóahrepps auglýsir kjörfund vegna alþingiskosninga laugardaginn 25. apríl 2009 sem haldinn verður í Félagslundi frá kl. 10:00-22:00.

Kjósendur eru minntir á að taka með sér persónuskilríki.

17. apríl 2009

Framlagning kjörskrár

Sbr. 26. gr. laga um kosningar til Alþings nr. 24/2000 með síðari breytingum auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. apríl 2009, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg til kjördags á opnunartíma skrifstofu alla virka daga frá kl. 9:00-16:00.