18. nóvember 2010

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember n.k., fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Selfossi, Hörðuvöllum 1, efri hæð, eftirfarandi daga:

17. nóvember 2010

Skil á forðagæsluskýrslum

Umráðamenn búfjár eru minntir á að skila skýrslum um búfjárfjölda og fóðurbirgðir til búfjáreftirlitsmanna. Skilafrestur er til 20. nóvember n.k.
9. nóvember 2010

Starfsmaður óskast!

Í Flóaskóla vantar nú starfsmann í tímabundið starf skólaliða vegna forfalla.  Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Kristínu Sigurðardóttur skólastjóra, kristin@floaskoli.is, gsm 663-5720, en hún veitir nánari upplýsingar.  
4. nóvember 2010

Húsnæði til leigu

Flóahreppur auglýsir laust til leigu 100 m2 íbúðarhús. Frekari upplýsingar fást hjá sveitarstjóra í síma 480-4370.
4. nóvember 2010

Safnahelgi á Suðurlandi

Dagana 5.-7.nóvember nk. fer Safnahelgin á Suðurlandi fram í þriðja sinn. Hátíðin hefur vaxið og dafnað með hverju árinu og stöðugt bætast við nýir viðburðir.
Dagskrá safnahelgar má sjá hér.  Neðar má sjá þá viðburði sem eru á dagskrá í Flóahreppi um safnahelgi.
28. október 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember í Þingborg kl. 20:00.
26. október 2010

Safnahelgi 2010

Dagskrá safnahelgarinnar 5. - 7. nóvember 2010 má sjá hér.
19. október 2010

Frá Ragnari Sigurjónssyni

Nú í haustbyrjun varð sú breyting á að ég hef fært mig um set í dagskránni á útvarpi Suðurlands FM 963 og er kominn yfir á þriðjudaga kl 11:05.

18. október 2010

Óskilahross

Ungur ógeltur hestur hefur verið í óskilum í Skálmholtshrauni. Hesturinn er rauður og faxprúður, um 4 vetra gamall. Ef einhver hefur upplýsingar um hvaðan hesturinn gæti verið, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370.