Fundur verður haldinn fyrir íbúa Flóahrepps um kynningu áhættumats vegna Urriðafossvirkjunar í félagsheimilinu Félagslundi fimmtudaginn 18. október n.k. kl. 20.30.
Fulltrúar frá VST munu kynna áhættumatið og svara spurningum um það.
Sveitarstjórn
Viðtalstími menningarfulltrúa, Dorothee Lubecki verður í Flóahreppi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg miðvikudaginn 24. október 2007 kl. 10.00-11.30.
Einnig á skrifstofu menningarfulltrúa Austurvegi 56 fimmtudaginn 11. október 2007 kl. 10.00-12.30.
Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál.
Veita á styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ein úthlutun verður árið 2007, í byrjun nóvember.
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki til margvíslegra menningarverkefna en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.
Námskeiðið Flóahreppur, land og saga, átthagafræði í ellefu hundruð ár, hefst mánudaginn 1. október og lýkur 3. desember, alls 20 stundir.
Ég er nýfluttur í sveitina og er að leita mér að vinnu, hef fjölbreytta starfsreynslu.
Ragnar Sigurjónsson sími: 8203565