Sunnudaginn 6. mars verður fjölskyldumessa í Hraungerðiskirkju kl. 13:30 í umsjá sóknarprests sr. Kristins Ágústs Friðfinnssonar.
Kór kirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Ingimars Pálssonar.
Ungfolasýning fyrir 2 vetra og 3 vetra fola verður haldin í reiðhöllinni á Syðri-Gegnishólum fimmtugudagskvöldið 3. mars 2011 kl. 20: 30.
Fræðslunefnd Flóahrepps boðar íbúa sveitarfélagsins á íbúafund í Flóaskóla fimmtudagskvöldið 17. febrúar kl. 20:30.
Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki.
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.