4. maí 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
21. apríl 2009

Hönnunarvinna

Sveitarstjórn Flóahrepps hyggst láta hanna viðbyggingu við Flóaskóla samkvæmt þarfagreiningu um rýmisþörf og drögum að tillögu sem unnin hefur verið.

17. apríl 2009

Kjörfundur í Flóahreppi

Kjörstjórn Flóahrepps auglýsir kjörfund vegna alþingiskosninga laugardaginn 25. apríl 2009 sem haldinn verður í Félagslundi frá kl. 10:00-22:00.

Kjósendur eru minntir á að taka með sér persónuskilríki.

17. apríl 2009

Framlagning kjörskrár

Sbr. 26. gr. laga um kosningar til Alþings nr. 24/2000 með síðari breytingum auglýsir sveitarstjórn Flóahrepps að kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. apríl 2009, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg til kjördags á opnunartíma skrifstofu alla virka daga frá kl. 9:00-16:00.

3. apríl 2009

Kjörstaður

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kjörstaður sveitarfélagsins vegna kosninga til Alþingis 25. apríl n.k. verði í Félagslundi.

3. apríl 2009

Næsti fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2009 kl. 20:30 í Þingborg.
31. mars 2009

Árshátíð Flóaskóla

Árshátíðin verður haldin fimmtudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00 í Félagslundi. Dagskráin verður vönduð en nemendur hafa undanfarið æft stytta útgáfu af Kardimommubænum. Allir nemendur skólans koma að leik, söngvum, förðun og leikbúningum eða vinnu við sviðsmynd og skreytingar á sal.

27. mars 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 1. apríl n.k. í Þingborg kl. 20.30.
Efni fundar má nálgast hér.
25. mars 2009

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

Minnt er á að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verður með viðveru í Flóahreppi fimmtudaginn 26. mars n.k. á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á milli klukkan 13 og 15. Endilega nýtið tækifærið til að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og reifa leiðir til atvinnuþróunar.