26. júní 2009

Plastlosun

Aukaferð verður farin eftir rúlluplasti 23. júlí n.k. Einungis verður farið til þeirra sem eftir því óska. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370 frá kl. 9:00 – 13:00 alla virka daga til mánudagsins 20. júlí n.k.

26. júní 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 1. júlí n.k. kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
24. júní 2009

Upprekstur á Flóamannaafrétt

Upprekstur á Flóamannaafrétt er heimill frá og með 29. júní n.k.
Stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða.

21. júní 2009

Sorppokar

Pokar undir lífrænan sorpúrgang fást í versluninni Horninu á Selfossi.
15. júní 2009

Sumarfrí félagsmálastjóra

Nanna Mjöll Atladóttir félagsmálastjóri Flóahrepps verður í sumarleyfi vikurnar 22. júní - 10. júlí og 27. júlí - 7. ágúst.
Arndís Tómasdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf hefur verið ráðin í sumarafleysingar.
13. júní 2009

Deiliskipulag við Flóaskóla

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:

10. júní 2009

Leikskólinn Krakkaborg, Flóahreppi

Leikskólinn Krakkaborg óskar eftir starfsmanni. Leikskólinn er staðsettur 8 km austur af Selfossi og er 40 barna skóli.

27. maí 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 3. júní 2009 kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
15. maí 2009

Íbúafundur um skólamál

Íbúafundur um skólamál var haldinn í Flóaskóla 13. maí s.l. á vegum sveitarstjórnar, fræðslunefndar og skólaráðs.
Fundurinn var vel sóttur af íbúum sveitarfélagsins.