4. febrúar 2010

Grunnskólameistarar í glímu!

Flóaskóli á nú tvo grunnskólameistara í glímu en Grunnskólamót HSK var haldið í Reykholti 3. febrúar.   Flóaskóli sendi 5 keppendur á mótið og það voru þau Þorgils Kári Sigurðsson nemandi í 6. bekk (frá Kolsholti III) og Guðrún Inga Helgadóttir nemandi í 7. bekk (frá Súluholti) sem náðu þessum frábæra árangri. 

1. febrúar 2010

Námsmatsdagur í Flóaskóla

Þriðjudagurinn 2. febrúar er námsmatsdagur í Flóaskóla.  Nemendur mæta til viðtals við umsjónarkennara ásamt foreldri/forsjáraðila, viðtalstímar hvers og eins hafa verið sendir heim.  Ekki er hefðbundin kennsla þennan dag og skólavistun er lokuð.  -Skólastjórnendur.
26. janúar 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 20:30 í Þingborg
21. janúar 2010

Auglýsing um skipulagsmál

í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.
18. janúar 2010

Styrkir til atvinnumála kvenna

Fréttatilkynning:
Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar.
Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar.

11. janúar 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2010 í Þingborg kl. 20:30
5. janúar 2010

Akstur fyrir aldraða

Flóahreppur auglýsir eftir ábyrgum aðila til að annast akstur fyrir aldraða í dagdvöl á Selfossi til samræmis við reglur um akstur fyrir eldri borgara í Flóahreppi.

3. janúar 2010

Kennsla hefst eftir jólaleyfi

Kennsla hefst í Flóaskóla samkvæmt stundaskrám þriðjudaginn 5. janúar kl. 8:10.  Mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur en þá sækja starfsmenn skólans fræðslufundi og undirbúa starf næstu vikna.
Það eru spennandi tímar framundan og við hlökkum til að mæta aftur í skólann eftir gott frí.  -Skólastjóri.
30. desember 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2010 í Þingborg kl. 20:30