19. maí 2010

Auglýsing um kosningar

Auglýsing um kosningar til sveitastjórnar í Flóahreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010.  Tveir listar eru í kjöri:

6. maí 2010

Frá Gaulverjum

Boðaður hefur verið opin íbúafundur í Flóahreppi næstkomandi laugardag kl. 14:00 í Þjórsárveri.

Á fundinum verður fjallað um umhverfis og skipulagsmál, öflun neysluvatns fyrir Flóann og náttúruvernd.

3. maí 2010

B I N G Ó !

Nemendur í 6.-7. bekk Flóaskóla standa fyrir Bingói fimmtudagskvöldið 6. maí kl. 20 í Þjórsárveri.  Bingóið er haldið í fjáröflunarskyni fyrir ferðasjóð nemenda en nemendur í 6.-7. bekk fara í vorferð um Snæfellsnes í lok maí.  Bingóspjaldið kostar kr. 300 og sjoppan verður opin (enginn posi).  Allir velkomnir - margir góðir vinningar!
27. apríl 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 5. maí kl. 20:30 í Þingborg.
Sveitarstjóri
23. apríl 2010

Flóaskóli: Vegna eldgoss í Eyjafjallajökli

Komi til öskufalls á skólatíma verður lögð áhersla á að sem minnst truflun verði á skólahaldi. Skólastjóri mun hafa náið samráð við fulltrúa Almannavarna í Flóahreppi og senda foreldrum tilkynningar um hvernig verður brugðist við. Sömu boðleiðir gilda og komu fram í viðbragðsáætlun vegna inflúensu, þ.e. tilkynningar á heimsíðu, tölvupóstur í gegnum Mentor og sms sendingar í skráð gsm númer.

13. apríl 2010

Fjáröflun í Krakkaborg

Þann 13. maí n.k. ætlar starfsfólk leikskólans Krakkaborgar að fara í námsferð til Akureyrar. Lagt verður af stað fimmtudaginn 13. maí og komið til baka sunnudaginn 16. maí. Í ferðinni ætlum við að heimsækja þrjá leikskóla og kynna okkur kennsluhætti þeirra.
12. apríl 2010

Styrkveitingar

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands vekur athygli á neðangreindum styrkjum:

6. apríl 2010

Vinnuskóli

Auglýst er eftir unglingum fæddum 1994, 1995 og 1996 með lögheimili í Flóahreppi, til vinnu í sumar við Vinnuskóla Flóahrepps.

31. mars 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:30.