22. september 2009

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 7. október n.k. kl. 21:00 í Þingborg.
Efni fundar:
21. september 2009

Haustþing kennara

Tilkynning til forelda nemenda við Flóaskóla:
Fimmtudaginn 24. september verður heimkeyrsla frá skóla kl. 12:35 vegna haustþings kennara. 
Föstudagurinn 25. september er starfsdagur kennara (v/ haustþings) og þann dag eru nemendur í fríi.  Skólavistun er opin á fimmtudag fyrir þau börn sem þar eru skráð en lokuð á föstudeginum.
Hafi foreldrar spurningar vegna þessa eru þeir beðnir um að beina þeim til skólastjórnenda eða umsjónarkennara.

10. september 2009

Messa í Gaulverjabæjarkirkju

Messa verður haldin í Gaulverjabæjarkirkju sunnudaginn 20. september, kl. 14:00. Kirkjukór Gaulverjabæjarkirkju leiðir safnaðarsöng, organisti er Haukur Gíslason. Sérstaklega er vænst þátttöku væntanlegra fermingarbarna og foreldra þeirra. Allir hjartanlega velkomnir.
Sveinn Valgeirsson sóknarprestur.

8. september 2009

Viðvera Atvinnuþróunarfélagsins

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í

Flóahreppi, miðvikudaginn 16. september n.k. á skrifstofu Flóahrepps,

Þingborg, milli klukkan 10 og 12.

Nýtið tækifærið að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir

og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480 8210.

Allir velkomnir!

8. september 2009

Göngum í skólann – átak sett í Flóaskóla

Átak á landsvísu - "Göngum í skólann" - verður formlega sett í Flóaskóla miðvikudaginn 9. september kl. 10:00.  Átakinu er ætlað að hvetja börn í þéttbýli til að ganga í skólann og gæta fyllsta öryggis í umferðinni.  Í Flóaskóla eru nemendur að sjálfsögðu ekki  hvattir til að ganga í skólann þar sem fjarlægðir milli heimilis og skóla eru miklar.  Hins vegar mun aðkoma Flóaskóla að verkefninu vekja athygli á þeim grunnskólanemendum sem ekki geta búsetu sinnar vegna gengið í skólann og hvað þeir geti gert til að sýna sem mest öryggi í og við skólabíla. 
3. september 2009

Viðbragðsáætlun vegna inflúensu

Flóaskóli hefur nú lokið vinnu við viðbragðsáætlun vegna inflúensu í samræmi við viðbragðsáætlun almannavarna.  Foreldrar nemenda eru hvattir til að kynna sér áætlunina en hún er undir tengli til vinstri á þessari síðu undir "Skólar".
Mikil áhersla er lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir vegna smithættu, sem m.a. felast í því að þvo hendur oft yfir daginn og spritta þær með sótthreinsandi vökva.  Ræsting gerir ráð fyrir sótthreinsun snertiflata, svo sem á hurðarhúnum, borðum og bekkjum. 
Hafi foreldrar fyrirspurnir vegna þessa geta þeir snúið sér til skólastjórnenda.
3. september 2009

Opnunartími skrifstofu

Opnunartími skrifstofu Flóahrepps er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 – 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 – 13:00.

26. ágúst 2009

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 2. september kl. 20:30 í Þingborg.
Efni fundar:
17. ágúst 2009

Skólabyrjun Flóaskóla

Skólasetning Flóaskóla verður mánudaginn 24. ágúst kl. 14:00 í félagsheimlinu Þjórsárveri.  Foreldrar eru beðnir um að mæta með börnum sínum.  Kennsla hefst þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:10 samkvæmt stundaskrám.