6. apríl 2010

Vinnuskóli

Auglýst er eftir unglingum fæddum 1994, 1995 og 1996 með lögheimili í Flóahreppi, til vinnu í sumar við Vinnuskóla Flóahrepps.

31. mars 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:30.
24. mars 2010

GREASE-miðasala!

Ágætu sveitungar!  Árshátíð Flóaskóla verður haldin föstudaginn 26. mars í Þjórsárveri en þar verður sýndur rokksöngleikurinn GREASE í sérstakri útfærslu Flóaskóla.  Allir nemendur skólans koma á einn eða annað hátt að þessari mögnuðu sýningu þar sem skiptast á skin og skúrir.  Það verður mikið um söng, dans og fjör! 
Söngleikurinn verður sýndur tvisvar sama daginn, kl. 13:00 og kl. 20:00.  Nú gefst ykkur tækifæri til að panta miða því enn eru laus sæti á sýninguna kl. 13:00 en uppselt er á sýninguna kl. 20:00.  Miðaverð er kr. 500 og opin sjoppa í hléi (enginn posi).  Við hvetjum ykkur til að panta miða og fylgjast með framtíð Flóahrepps á sviði í frábærum söngleik.  Miðapantanir hjá kristin@floahreppur.is eða í gsm 663-5720. 
Kveðja frá nemendum og starfsfólki Flóaskóla.
18. mars 2010

Félagsheimili Flóahreppi

Bjóðum upp á góða aðstöðu fyrir veislur, fundi, ráðstefnur, gistingu, ættarmót, ýmsa íþróttaiðkun og aðra mannfagnaði.
18. mars 2010

Sveitabær óskast

Hjón með 4 börn, hesta og fleiri dýr óska eftir sveitabæ til leigu í Flóahreppi. Góð umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Verður að vera langtímaleiga. Uppl. í síma 699-6296.
12. mars 2010

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudag 17. mars kl. 20.30 í Þingborg.
4. mars 2010

Suðurstrandarkort 2010-2011

Upplýsinigamiðstöð Suðurlands stendur fyrir endurnýjun Suðurstrandakorts, bæklingi ætluðum ferðamönnum. Á síðasta ári voru prentuð 30 þúsund eintök og er það upplag að verða búið.  Þeir aðilar í Flóahreppi sem vilja koma þjónustu sinni á framfæri geta haft samband við Upplýsingamiðstöð Suðurlands í síma 483-4601.

1. mars 2010

Auglýsing um aðalskipulag Flóahrepps

2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað á fundi sínum þann 18. febrúar 2010 að hefja aðalskipulagsferli fyrir svæði innan fyrrum Villingaholtshrepss að nýju skv. 16.- 19. gr. skipulags- og byggingarlaga.

25. febrúar 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 3. mars kl. 20.30 í Þingborg.