4. nóvember 2010

Safnahelgi á Suðurlandi

Dagana 5.-7.nóvember nk. fer Safnahelgin á Suðurlandi fram í þriðja sinn. Hátíðin hefur vaxið og dafnað með hverju árinu og stöðugt bætast við nýir viðburðir.
Dagskrá safnahelgar má sjá hér.  Neðar má sjá þá viðburði sem eru á dagskrá í Flóahreppi um safnahelgi.
28. október 2010

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember í Þingborg kl. 20:00.
26. október 2010

Safnahelgi 2010

Dagskrá safnahelgarinnar 5. - 7. nóvember 2010 má sjá hér.
19. október 2010

Frá Ragnari Sigurjónssyni

Nú í haustbyrjun varð sú breyting á að ég hef fært mig um set í dagskránni á útvarpi Suðurlands FM 963 og er kominn yfir á þriðjudaga kl 11:05.

18. október 2010

Óskilahross

Ungur ógeltur hestur hefur verið í óskilum í Skálmholtshrauni. Hesturinn er rauður og faxprúður, um 4 vetra gamall. Ef einhver hefur upplýsingar um hvaðan hesturinn gæti verið, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370.
12. október 2010

Tónleikar í Þjórsárveri

Föstudaginn 15. október verður Hjaltested/Íslandi dúettinn með vandaða söngdagskrá í Þjórsárveri. Dúettinn skipa þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, sópran og Stefán Helgi Stefánsson, tenór.
11. október 2010

Laust starf í Flóaskóla

Flóaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 75% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðning í starfið er tímabundin til 31. maí 2011. Vinnutími er í dagvinnu á bilinu frá 8:00-16:00.

11. október 2010

Samstöðufundur

Samstöðufundur vegna niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður í dag, 11. október klukkan 17.00 við Hótel Selfoss.
Dagskrá:

8. október 2010

Ný netföng í Flóaskóla

Nú hefur starfsfólk Flóaskóla fengið ný netföng. Sjá má netföngin á heimasíðu skólans: /skolar/floaskoli/starfsmenn-2010-2011