Sveitarstjórn Flóahrepps óskar eftir verðhugmyndum frá áhugasömum byggingaverktökum í viðbyggingu Flóaskóla í Flóahreppi. Um er að ræða viðbyggingu á 2 hæðum, samtals um 1.100 m2. að gólffleti ásamt u.þ.b. 70 m2 tengibyggingu á einni hæð.
Aukaferð verður farin eftir rúlluplasti 23. júlí n.k. Einungis verður farið til þeirra sem eftir því óska. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370 frá kl. 9:00 – 13:00 alla virka daga til mánudagsins 20. júlí n.k.
Upprekstur á Flóamannaafrétt er heimill frá og með 29. júní n.k.
Stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða.