8. mars 2011

Frá Innanríkisráðneytinu

Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011.

8. mars 2011

Auglýsing

um staðfestingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi.

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur umhverfisráðherra þann 18. febrúar 2011 staðfest aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Aðalskipulagið öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu 18. febrúar 2011.

Svandís Svavarsdóttir
7. mars 2011

Hrossaræktarferð

Lokaskráning í Hrossaræktarferð Hrossaræktardeildar Villingaholtshrepps er fimmtudaginn 10.mars n.k.

2. mars 2011

Fjölskyldumessa í Hraungerðiskirkju

Sunnudaginn 6. mars verður fjölskyldumessa í Hraungerðiskirkju kl. 13:30 í umsjá sóknarprests sr. Kristins Ágústs Friðfinnssonar.

Kór kirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Ingimars Pálssonar.

25. febrúar 2011

Ungfolasýning

Ungfolasýning fyrir 2 vetra og 3 vetra fola verður haldin í reiðhöllinni á Syðri-Gegnishólum fimmtugudagskvöldið 3. mars 2011 kl. 20: 30.

25. febrúar 2011

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 2. mars n.k. kl. 20:00.
24. febrúar 2011

Hundur í óskilum

Ómerktur hundur er í vörslu hundafangara. Frekari upplýsingar í síma 859-9559.
15. febrúar 2011

Íbúafundur um leikskólamál

Fræðslunefnd Flóahrepps boðar íbúa sveitarfélagsins á íbúafund í Flóaskóla fimmtudagskvöldið 17. febrúar kl. 20:30.

11. febrúar 2011

Flóaskóli lokaður í dag

Kennsla fellur niður í Flóaskóla í dag, föstudaginn 11. febrúar,  vegna veðurs og viðvarana um ofsaveður fram eftir degi.  -Skólastjóri.