7. nóvember 2008

Matarklasi Suðurlands

Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í matartengdri ferðaþjónustu, eigendum lítilla og meðalstórra matvælafyrirtækja og fólki sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli til að þeir geti sameinast og stillt saman strengi sína.

4. nóvember 2008

Álagningarskrá félaga 2008

Álagningarskrá lögaðila í Flóahreppi fyrir gjaldárið 2008 vegna rekstrar á árinu 2007 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til og með föstudagsins 14. nóvember n.k.

31. október 2008

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember n.k. kl. 20.30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
16. október 2008

Þorrablót

Sameiginlegt þorrablót Umf. Baldurs og Sandvíkinga verður haldið laugardaginn 31. janúar 2009 í Þingborg

11. október 2008

Fundir með íbúum

Sveitarstjóri og oddviti verða með spjallfundi við íbúa Flóahrepps sem hér segir:
Laugardag 11. október kl. 10.00-12.00 í Þingborg
Laugardag 25. október kl. 10.00-12.00 í Félagslundi
Laugardag 1.nóvember kl. 10.00-12.00 í Þjórsárveri
Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og ræða málefni sveitarfélagsins eða bara kíkja í kaffi.

9. október 2008

Fundargerð sveitarstjórnarfundar

Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 8. október 2008 má sjá hér.

2. október 2008

Nýtt símanúmer fyrir Þjórsárver

Tekið er á móti pöntunum fyrir félagsheimilið Þjórsárver í síma 898-2554.

1. október 2008

Fundur um sorphirðumál

Fimmtudaginn 9. október n.k. verður haldinn íbúafundur vegna sorpmála í Þingborg kl. 20.30. Fulltrúar Íslenska Gámafélagsins og fulltrúar sveitarfélagsins munu svara spurningum íbúa um sorpmál
2. september 2008

Starf við heimaþjónustu

Viltu vinna hlutastarf við heimaþjónustu?
Helstu verkefni eru almenn þrif, aðstoð við aldrað fólk svo sem stuðningur og hvatning og persónuleg umhirða.