Flóaskóli á nú tvo grunnskólameistara í glímu en Grunnskólamót HSK var haldið í Reykholti 3. febrúar. Flóaskóli sendi 5 keppendur á mótið og það voru þau Þorgils Kári Sigurðsson nemandi í 6. bekk (frá Kolsholti III) og Guðrún Inga Helgadóttir nemandi í 7. bekk (frá Súluholti) sem náðu þessum frábæra árangri.
Fréttatilkynning:
Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar.
Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar.
Flóahreppur auglýsir eftir ábyrgum aðila til að annast akstur fyrir aldraða í dagdvöl á Selfossi til samræmis við reglur um akstur fyrir eldri borgara í Flóahreppi.