Fréttatilkynning:
Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar.
Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar.
Flóahreppur auglýsir eftir ábyrgum aðila til að annast akstur fyrir aldraða í dagdvöl á Selfossi til samræmis við reglur um akstur fyrir eldri borgara í Flóahreppi.
Skólabílstjóra vantar í akstur frá Hólmaseli í Flóaskóla frá og með áramótum. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370 eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is.