21. nóvember 2008

Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2008, kl. 20.30 að Laugalandi um verkefnið Þjórsársveitir-uppspretta orkunnar.
Um er að ræða samstarfsverkefni sveitafélaganna Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um nýtingu orku á svæðinu, ef af virkjun verður í neðri hluta Þjórsár.
12. nóvember 2008

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þingborg 19. nóvember n.k. kl. 20.30.
Efni fundar má sjá hér.
11. nóvember 2008

Verðlagning útflutningsvöru og þjónustu

Námskeið á vegum Útflutningsráðs um áætlanagerð og verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.
Námskeiðið verður haldið á Hótel Selfossi miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13-17.
Frekari upplýsingar má sjá hér.
9. nóvember 2008

Sveitarstjórn hefur samþykkt gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Flóahreppi vegna aukaheimsókna að hausti.
Gjaldskrána má sjá hér.
7. nóvember 2008

Matarklasi Suðurlands

Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í matartengdri ferðaþjónustu, eigendum lítilla og meðalstórra matvælafyrirtækja og fólki sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli til að þeir geti sameinast og stillt saman strengi sína.

4. nóvember 2008

Álagningarskrá félaga 2008

Álagningarskrá lögaðila í Flóahreppi fyrir gjaldárið 2008 vegna rekstrar á árinu 2007 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til og með föstudagsins 14. nóvember n.k.

31. október 2008

Fundur sveitarstjórnar

Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember n.k. kl. 20.30 í Þingborg.
Efni fundar má sjá hér.
16. október 2008

Þorrablót

Sameiginlegt þorrablót Umf. Baldurs og Sandvíkinga verður haldið laugardaginn 31. janúar 2009 í Þingborg

11. október 2008

Fundir með íbúum

Sveitarstjóri og oddviti verða með spjallfundi við íbúa Flóahrepps sem hér segir:
Laugardag 11. október kl. 10.00-12.00 í Þingborg
Laugardag 25. október kl. 10.00-12.00 í Félagslundi
Laugardag 1.nóvember kl. 10.00-12.00 í Þjórsárveri
Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og ræða málefni sveitarfélagsins eða bara kíkja í kaffi.