Nú hefur starfsfólk Flóaskóla fengið ný netföng. Sjá má netföngin á heimasíðu skólans: /skolar/floaskoli/starfsmenn-2010-2011
Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson halda skemmtun eins og þeim er einum lagið, laugardaginn 2. október að Þingborg. Þeir munu taka öll sín þekktustu lög og fara með gamanmál eins og þeirra er von og vísa.
Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsa eftir sameiginlegum hundafangara og samstarfsaðila til að annast geymslu handsamaðra hunda sbr. samþykktir sveitarfélaganna um hundahald.
Umsóknir sendist á netföngin floahreppur@floahreppur.is og oddviti@skeidgnup.is.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 8. október 2010Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði útflutnings og gjaldeyrisskapandi viðskipta.
Fastir fundir sveitarstjórnar verða fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20.00.
Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 7. júlí kl. 20.00 í Þingborg.