8. nóvember 2011

Ferðaþjónusta allt árið

Málþing á Hótel Flúðum miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13:00 – 17:00 13:00 Setning: Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsnes og Grafningshrepps „Ísland allt árið“Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður Markaðssóknar […]
4. nóvember 2011

Safnahelgin í Flóahreppi

Eftirfarandi viðburðir verða á safnahelgi 4. – 6. nóvember 2011 í Flóahreppi: Búbót Í Versluninni Búbót í Gömlu-Þingborg Flóahreppi Föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-18:00. […]
4. nóvember 2011

Safnahelgi 2011

4. – 6. nóvember 2011, matur og menning úr héraði. Dagskrá fyrir safnahelgi 2011 má sjá hér.
18. október 2011

Söngkvöld í Flóa

Árlegt söngkvöld í Þjórsárveri verður á laugard. 22. okt. Sögumaður Ingi Hans Jónsson, söngstjóri Ingi Heiðmar Jónsson Húsið verður opnað kl. 19.30. Verið velkomin.
5. október 2011

Haustþing KS – skóli lokaður á föstudag

Heimkeyrsla frá skóla verður kl. 12:35 á morgun, fimmtudaginn 6. október vegna haustþings Kennarafélags Suðurlands.  Á föstudag er starfsdagur kennara og skólinn því lokaður. 

Þeir sem eiga börn skráð í skólavistun:  skólavistun er opin á fimmtudeginum frá kl. 12:35-16:30 fyrir þau börn sem eru skráð á fimmtudögum.  Vinsamlegast sendið skilaboð í skólann ef skráð börn eiga EKKI að fara í vistunina.

5. október 2011

Samtök ungra bænda

Samtök ungra bænda kynna ljósmyndasamkeppni í tengslum við útgáfu samtakanna á dagatali fyrir árið 2012
30. september 2011

Fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður miðvikudaginn 5. október 2011 kl. 20:00 í Þingborg.
Sveitarstjóri
28. september 2011

Félagslundur 1. október

Valin lög Oddgeirs Kristjánssonar frá Vestmannaeyjum verða flutt af Jóni Gunnari Biering Margeirssyni gítarleikara, Ingólfi Magnússyni bassaleikara og Hafsteini Þórólfssyni söngvara í Félagslundi 1. október n.k.

22. september 2011

Starfsmaður í félagsmiðstöð unglinga

Flóahreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf til að sjá um félagsmiðstöð í Flóaskóla.

Félagsmiðstöðin er ætluð unglingum 8.- 10. bekkjar.