Enn er hægt að skila inn svari vegna skoðanakönnunar um hitaveitu. Hægt er að senda tölvupóst á floahreppur@floahreppur.is eða koma skriflegu svari á skrifstofuna fyrir miðvikudaginn 16. mars n.k.
Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011.
Lokaskráning í Hrossaræktarferð Hrossaræktardeildar Villingaholtshrepps er fimmtudaginn 10.mars n.k.
Sunnudaginn 6. mars verður fjölskyldumessa í Hraungerðiskirkju kl. 13:30 í umsjá sóknarprests sr. Kristins Ágústs Friðfinnssonar.
Kór kirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Ingimars Pálssonar.
Ungfolasýning fyrir 2 vetra og 3 vetra fola verður haldin í reiðhöllinni á Syðri-Gegnishólum fimmtugudagskvöldið 3. mars 2011 kl. 20: 30.