Í Flóahreppi má finna margvíslega gistimöguleika og ættu allir að finna eitthvað sem hæfir þeirra þörfum. Hreppurinn er einstaklega vel staðsettur og stutt í helstu náttúruperlur á Suðurlandi og er því ákjósanlegur áfangastaður.

Arabær S. 868-0304, 659-6244

arabaer@arabaer.is, www.arabaer.is

Arabær er með notalegt 70 fm hús til leigu allt árið um kring. Frábærar útreiðarleiðir eru á svæðinu og hentar gistingin einstaklega vel fyrir fjölskyldur sem vilja hafa hross með í fríið eða fyrir hópa t.d. í sleppi túrum. Auk þess er boðið upp á hagabeit.

Arabær Arabær - hestar

 

 

 

Egilsstaðir 1 S.567-6268, 862-3628

jani@mmedia.is, www.egilsstadir1.com

Egilsstaðir 1 leggur áherslu á hestaferðir og býður upp á fjölskylduvæna gistingu.  Á bænum eru herbergi með tveimur til þremur rúmum og auk þess er gestahús með rúm fyrir 4 til 5 manns. Egilsstaðir 1 er staðsett nálægt bökkum Þjórsár.

20130704_125428

Egilsstaðir 1

 

 

 

Gaulverjaskóli S. 551-0654, 865-2121

Gaulverjaskóli S. 551-0654
gaulverjar@gmail.com
www.gaulverjaskoli.is

Gaulverjaskóla hefur verið breytt í fallega fjölskylduvæna gistiaðstöðu sem er tilvalin fyrir hópa. Hér er gisting fyrir alls 29 manns í átta 1-6 manna herbergjum og 3 baðherbergi með sturtu.
Við erum með vel útbúið eldhús fyrir gesti og einnig stóran garðskála sem má nýta til afslöppunar og samveru og sem skýlir manni frá veðri og vindum Flóans.

Gistiheimilið Bitra S. 480-0700

bitra@guesthousebitra.is, www.guesthousebitra.is

Um tíma var Bitra nýtt sem fangelsi en er nú fullbúið gistiheimili við þjóðveg 1 í fallegu umhverfi. Herbergin eru 18 og eru þau misstór, tveggja manna eða stærri. Veglegur morgunmatur er innifalin í verði. Við tökum einnig vel á móti hópum, ættarmótum, sauma- eða veiðiklúbbum og námskeiðshópum sem vilja hafa gisti- og eldunaraðstöðu. Bitra er staðsett í 40 mín aksturstfjarlægð frá Reykjavík og 15 km frá Selfossi.

Guesthouse Bitra

 

Gistiheimilið Lambastöðum S. 777-0705

info@lambastadir.is, www.lambastadir.is

Gistiheimilið Lambastöðum er nýtt gistihús, staðsett 7 km fyrir austan Selfoss við  þjóðveg 1. Í gistiheimilinu eru 11 vel útbúin tveggja manna herbergi með sér  baðherbergi og sturtu. Morgunverður er framreiddur í gistiheimilinu. Gestir hafa aðgang að heitum potti, utandyra, þar sem hægt er að láta líða úr sér  ferðaþreytuna. Í öllum herbergjum er þráðlaus nettenging.

Gistiheimilið Lambastöðum

 

 

Icelandic Cottages S. 898-0728

info@icelandiccottages.is, www.icelandiccottages.is

Icelandic Cottages býður gestum upp á unaðslega dvöl í fallegu umhverfi. Húsið  var byggt 2013 og er staðett á þjóðvegi 30, aðeins 2,3 km norður af þjóðvegi 1.  Húsið tekur 7 manns í gistingu en þar eru 3 svefnherbergi. Hágæða dýnur eru í öllum rúmum með  uppábúnum æðadúnsængum.

2014-01-11 11.50.08

Icelandic Cottages

 

 

 

Julias Guesthouse S. 856-4788

info@julias-guesthouse.com, www.julias-guesthouse.com

Julias Guesthous er staðsett á bænum Hnaus og býður upp á þægindi og friðsemd. Landslagið er ævintýralegt og er gistiheimilið umkringt grasbrekkum og trjám. Tilvalið fyrir fólk sem er að fara í stuttar dagsferðir og sækist eftir frið og slökun.

Julias Guesthouse - Northern Lights Julias Guesthouse

 

 

Vatnsholt 2 S. 899-7748

info@stayiniceland.is, www.stayiniceland.is

Vatnsholt er fallegt, nýuppgert sveitasetur í fallegu umhverfi fyrir ofan Villingaholtsvatn. Hér eru 70 gistirými í 33 herbergjum. Í uppgerðu fjósi og hlöðu er glæsilegt veitingahús sem tekur á móti 225 manns í sæti á la carte. Einnig er þar salur tilvalinn til funda- og ráðstefnuhalda, brúðkaupa eða fyrir veislur af ýmsu tagi. Við bjóðum upp á hópmatseðla og dagskrá fyrir hópa. Vatnsholt er staðsett 70 km frá Reykjavík og aðeins 16 km frá Selfossi.

VatnsholtVatnsholt norðurljós