Í Flóahreppi má finna margvíslega gistimöguleika og ættu allir að finna eitthvað sem hæfir þeirra þörfum. Hreppurinn er einstaklega vel staðsettur og stutt í helstu náttúruperlur á Suðurlandi og er því ákjósanlegur áfangastaður.

Arabær S. 868-0304, 659-6244

arabaer@arabaer.is, www.arabaer.is

Arabær er með notalegt 70 fm hús til leigu allt árið um kring. Frábærar útreiðarleiðir eru á svæðinu og hentar gistingin einstaklega vel fyrir fjölskyldur sem vilja hafa hross með í fríið eða fyrir hópa t.d. í sleppi túrum. Auk þess er boðið upp á hagabeit.

Arabær Arabær - hestar

 

 

 

Egilsstaðir 1 S.567-6268, 862-3628

jani@mmedia.is, www.egilsstadir1.com

Egilsstaðir 1 leggur áherslu á hestaferðir og býður upp á fjölskylduvæna gistingu.  Á bænum eru herbergi með tveimur til þremur rúmum og auk þess er gestahús með rúm fyrir 4 til 5 manns. Egilsstaðir 1 er staðsett nálægt bökkum Þjórsár.

20130704_125428

Egilsstaðir 1

 

 

 

Gaulverjaskóli S. 551-0654, 865-2121

gaulverjar@gmail.com, www.south-hostel.is

Gaulverjabæjarskóli er til húsa í fyrrum barnaskóla Gaulverjabæjar og er fjölskylduvæn gisting. Hér er gisting fyrir alls 28 manns í átta 1-6 manna herbergjum og 3 baðherbergi með sturtu. Svefnpokagisting er einnig útveguð uppábúin ef óskað er. Vel útbúið eldhús er á staðnum, þar sem fólk getur eldað. Auk þess er í boði, fyrir þá sem kjósa, morgunmatur og íslensk kjötsúpa í kvöldmat. Grænmetisfæði er einnig í boði fyrir grænmetisætur.

Gaulverjaskóli Gaulverjaskóli - Kátir danir 2010

 

 

 

 

Gistiheimilið Bitra S. 480-0700

bitra@guesthousebitra.is, www.guesthousebitra.is

Um tíma var Bitra nýtt sem fangelsi en er nú fullbúið gistiheimili við þjóðveg 1 í fallegu umhverfi. Herbergin eru 18 og eru þau misstór, tveggja manna eða stærri. Veglegur morgunmatur er innifalin í verði. Við tökum einnig vel á móti hópum, ættarmótum, sauma- eða veiðiklúbbum og námskeiðshópum sem vilja hafa gisti- og eldunaraðstöðu. Bitra er staðsett í 40 mín aksturstfjarlægð frá Reykjavík og 15 km frá Selfossi.

Guesthouse Bitra

 

Gistiheimilið Lambastöðum S. 777-0705

info@lambastadir.is, www.lambastadir.is

Gistiheimilið Lambastöðum er nýtt gistihús, staðsett 7 km fyrir austan Selfoss við  þjóðveg 1. Í gistiheimilinu eru 11 vel útbúin tveggja manna herbergi með sér  baðherbergi og sturtu. Morgunverður er framreiddur í gistiheimilinu. Gestir hafa aðgang að heitum potti, utandyra, þar sem hægt er að láta líða úr sér  ferðaþreytuna. Í öllum herbergjum er þráðlaus nettenging.

Gistiheimilið Lambastöðum

 

 

Icelandic Cottages S. 898-0728

info@icelandiccottages.is, www.icelandiccottages.is

Icelandic Cottages býður gestum upp á unaðslega dvöl í fallegu umhverfi. Húsið  var byggt 2013 og er staðett á þjóðvegi 30, aðeins 2,3 km norður af þjóðvegi 1.  Húsið tekur 7 manns í gistingu en þar eru 3 svefnherbergi. Hágæða dýnur eru í öllum rúmum með  uppábúnum æðadúnsængum.

2014-01-11 11.50.08

Icelandic Cottages

 

 

 

Julias Guesthouse S. 856-4788

info@julias-guesthouse.com, www.julias-guesthouse.com

Julias Guesthous er staðsett á bænum Hnaus og býður upp á þægindi og friðsemd. Landslagið er ævintýralegt og er gistiheimilið umkringt grasbrekkum og trjám. Tilvalið fyrir fólk sem er að fara í stuttar dagsferðir og sækist eftir frið og slökun.

Julias Guesthouse - Northern Lights Julias Guesthouse

 

 

Vatnsholt 2 S. 899-7748

info@stayiniceland.is, www.stayiniceland.is

Vatnsholt er fallegt, nýuppgert sveitasetur í fallegu umhverfi fyrir ofan Villingaholtsvatn. Hér eru 70 gistirými í 33 herbergjum. Í uppgerðu fjósi og hlöðu er glæsilegt veitingahús sem tekur á móti 225 manns í sæti á la carte. Einnig er þar salur tilvalinn til funda- og ráðstefnuhalda, brúðkaupa eða fyrir veislur af ýmsu tagi. Við bjóðum upp á hópmatseðla og dagskrá fyrir hópa. Vatnsholt er staðsett 70 km frá Reykjavík og aðeins 16 km frá Selfossi.

VatnsholtVatnsholt norðurljós