Í Flóahreppi má finna ýmsa afþreyingar möguleika og þjónustu eins, söfn og handverkshús, sveitabúð, ferðamannafjárhús o.m.fl.. Mikið er lagt upp úr varðveislu á menningararfi, hvort sem það er handverk, uppfinningar, saga, torfbær eða kirkjur. Komdu og upplifðu menningararf okkar Flóamanna í fallegu og friðsælu umhverfi.

 

 

Brandshús 4, S. 534 3565, 820 3565

icegordon@gmail.com, www.facebook.com/ragnar.sigurjonsson.1

Hér er m.a. hægt að skoða hvítar bréfdúfur og íslenskar landnámshænur. Einnig er hægt að fá fræðsu um fugla og fuglaræktun. Hægt er að panta hvítar bréfdúfur við öll tækifæri, tilvalið fyrir brúðkaupsveislur. Mikilvægt er að panta með fyrirvara.

Landnámshænur - Brandshúsum

Hvít dúfa

 

 

Hænumamma Landnámshænur

 

 

 

 

 

Gallery Flói, Þingborg s. 868-7486

www.fanndis.comwww.facebook.com/pages/Fanndís/145769287327?ref=hl – https://www.facebook.com/pages/Gallery-Fl%C3%B3i-art-and-design/458573267643315?ref=hl

Í versluninni má finna handverk á borð við postulín,blásið gler og Skartgripi með glerperlum gert í Flóahreppi.
Inn af verslunar rýminu er verkstæði þar sem Fanndís vinnur með sjald séð handverk hér á Íslandi.
Glerperlurnar sem eru í skartgripum Fanndísar eru allar handunnar á staðnum í verkstæðis hlutanum með aðferð sem kölluð er Lampworking sem er eins og litli bróðir Glerblásturs , glerperlurnar eru hannaðar og unnar frá A til Ö af henni og engar tvær eru eins.
Búðin er staðsett á hringveginum 8 km frá Selfossi.

DSCF934r9

DSCF8823f

 

 

IMG_0048f  DSCF8103f

 

 

 

 

 

 

Ferðamannafjárhús, Egilsstaðakot S. 867-4104

thorsteinn82@simnet.is, www.egilsstadakot.is

Við erum meðlimir í verkefninu Opinn landbúnaður á vegum Búnaðarfélag Íslands. Við tökum á móti gestum og kappkostum við að fræða gesti okkar eftir bestu getu um íslenskan landbúnað. Mikilvægt er að panta með fyrirvara, svo hægt sé að taka sem best á móti ykkur.

Egilsstaðakot - Opin landbúnaður

Egilsstaðakot

 

 

 

Flói og mói S. 898-0728

rosamatt@internet.is, www.facebook.com/floiogmoi

Kærleiksskart úr sveitinni. Skartgripirnir eru einstakir og handunnir í íslenskri sveit. Ýmsir efniviðir eru notaðir, s.s. ferskvatnsperlur, viður, ýmsir náttúru- og orkusteinar sem bæði gleðja og heila líkama og sál. Einnig er hægt að sérpanta óskaskartgripinn.

 

Íslenski bærinn, Austur-Meðalholtum S. 694-8108, 864-4484, 892-2702

islenskibaerinn@islenskibaerinn.is, www.islenskibaerinn.is

Íslenski bærinn fóstraði þjóðina í aldanna rás og var um leið vagga innlendrar menningar,
allt í senn  fallegur, frumlegur og fínlegur  í sinni náttúrulegu mýkt. Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist.

Íslenski bærinn – Vistvæn safnabygging og kaffihús

Íslenski bærinn - Austur Meðalholtum Íslenskibærinn Austur Meðalholtum

 

 

 

Krían – Sveitakrá S. 899-7643, 897-7643

kriumyri@internet.is, www.krian.is

Er ekta íslensk sveitakrá og tilvalinn staður til ýmiss konar uppákoma eins og afmæli, óvissuferðir, vinnustaðafögnaði o.fl. Getum tekið á móti hópum í mat. Okkar vinsæla íslenska kjötsúpa er alltaf á boðstólum, fólk getur tekið með sér mat á grillið en einnig pantað grillmat eða annað sem því hugnast. Við erum með karókí og pílukastspjald fyrir gesti staðarins.

 Krían

 

 

 

 

 

 

Tré og list, Forsæti S. 868-9045, 486-3335

treogist@treoglist.is, www.treoglist.is

Tré og list er lifandi listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga, kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk.

DSC_3591

Tré og list

 

 

 

Ullarvinnslan Þingborg S. 482-1027

gamlathingborg@gmail.com, www.thingborg.net

Í búðinni fæst ull á ýmsum framleiðslustigum; Þingborgarlopinn, lyppur og kembur, handspunnið band og litað band. Þar er einnig fjölbreitt úrval af fullunnum hlutum úr þessu hráefni sem og annað gæða handverk. Búðin er staðsett á hringveginum 8 km frá Selfossi.

Jurtalitaður lopi-plant dyed lopiHandspunnið band - Handspun yarn

Þingborg - Lunda- og hestahúfur frá Renötu Vilhjálmsdóttur Þingborg - Njála eftir Margréti Jónsdóttur.

 

Vatnsholt 2 S. 899-7748

info@stayiniceland.is, www.stayiniceland.is

Í uppgerðu fjósi og hlöðu er glæsilegt veitingahús þar sem hægt er að taka á móti 225 manns í sæti í a la carte. Einnig er þar salur tilvalinn til funda- og ráðstefnuhalda, brúðkaupa eða fyrir veislur af ýmsu tagi. Við bjóðum upp á hópmatseðla og dagskrá fyrir hópa.

VatnsholtVatnsholt

Hvítá – Hallandi S. 695-9833

magnus@hallandi.com, www.hallandi.com, www.facebook.com/Hallandi

Hallandi er fornfrægt stangveiðisvæði í Hvítá. Það er á vinstri bakka árinnar, milli Stóru Ármóta og Langholts. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og margar stórlaxasögurnar orðið til. Á bestu árunum fyrir jökulhlaup komst veiðin í 600 laxa. Síðustu ár hefur sjóbirtingi í aflanum fjölgað mikið.

Stangafjöldi: Veitt er á 2 stangir.
Veiðitímabil: 20. júní – 20. september

sjá nánar á heimasíðunni og facebook síðunni

Hvítá við Hallanda - Magnús St. Magnússon

Veiðileyfi í Hvítá við Hallanda

 

 

Sandvík - Efsta svæði

Djúphólmi - Neðsta svæði

Kirkjur – Það er fátt meira heillandi og rómantískara en litlar sveitakirkjur, hvort sem það er til að njóta kirkjutónlistar, kyrrðarinnar eða gamallar íslenskrar byggingarlistar. Í Flóahreppi eru fjórar sveitakirkjur, Gaulverjabæjarkirkja, Hraungerðiskirkja, Laugardælakirkja og Villingaholtskirkja. Í garði Laugardælakirkju er legstaður Bobbby Fischer (1943-2008), heimsmeistara í skák.

 

Fuglalíf – Í Flóahreppi er einstaklega fjölbreytt fuglalíf og er því upplagt að muna eftir kíkinum. Hér er hægt að sjá íslenskar fuglategundir í sínu náttúrulega umhverfi, án þess að þurfa að leggja á sig mikla göngu eða langt ferðalag. Hér er einhver mesti varpstaður jaðrakana á landinu en auk þess er einnig að finna fugla eins og álft, stokkönd, spóa, lóuþræl, tjald og fjöldann allan af spörfuglum. Í mýrlendinu neðan við Þjórsárver og við Villingaholtsvatn iðar allt af fuglalífi þá sérstaklega á fartíma að vori og hausti. Þessi svæði eru friðuð og biðjum við fólk því að fara gætilega.

Þjórsá - IÝÁ