Á fundi sveitarstjórnar þann 10. janúar 2023 voru samþykktar viðmiðunarreglur um snjómokstur í Flóahreppi.
Reglurnar byggja á þríhliða samningi Flóahrepps, Vegagerðarinnar og verktaka vegna moksturs og hálkuvarna á héraðs- og tengivegum, á reglum um vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og á öðrum sambærilegum viðmiðunarreglum hjá öðrum sveitarfélögum varðandi mokstur í dreifbýli.
Við biðjum íbúa og atvinnurekendur í sveitarfélaginu um að kynna sér reglurnar og að hafa samband ef spurningar vakna.