Að venju standa kvenfélögin í Flóahreppi fyrir skemmtiferð fyrir íbúa 60 ára og eldri, sem farin verður miðvikudaginn 14. september næstkomandi.
Það verður Hrunamannahreppur sem við skoðum að þessu sinni undir leiðsögn Guðbjargar Runólfsdóttur á Flúðum. Farið verður með rútu sem leggur af stað frá
Félagslundi kl 12:00, Þjórsárveri kl 12:15 og Þingborg kl 12:30. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi sunnudaginn 11. september til
Margrétar í Gerðum í síma 864-1908, Sigríðar í Hallanda í síma 824-5598 eða Kristínar á Hurðarbaki í síma 862-3417.
Nú skellum við okkur í uppsveitirnar og eigum góðan dag saman.
Ferðanefndin