Nú hafa starfsmenn í vinnuskóla Flóahrepps lokið störfum sínum að mestu. Um 20 starfsmenn unnu að því að fegra umhverfið í Flóahreppi frá júníbyrjun og fram til 21. júlí undir handleiðslu flokkstjóranna Ingibjargar Hugrúnar Jóhannesdóttur og Margrétar Maríu Ágústsdóttur.
Síðasta daginn gerðu þau sér glaðan dag og léku sér í vatnsrennibraut og loftboltum svo fátt eitt sé nefnt.
Er þeim öllum þakkað kærlega fyrir sitt framlag til fegrunar umhverfisins og umhirðu í sveitarfélaginu.