Leikskólinn Krakkaborg leitar að deildarstjóra. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, tilbúin að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.
Viðkomandi þarf einnig að geta hafið störf strax.
Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli og þar dvelja um 35- 50 nemendur frá 12 mánaða aldri. Leikskólinn er Grænfánaleikskóli og er því lögð rík áhersla á umhverfismennt og grenndarkennslu. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði John Dewey og er hluti af heilsueflandi samfélagi.
Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2022
Sótt er um stöðuna á www.alfred.is eða með því að hafa samband við leikskólastjóra: sara@krakkaborg.is