Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. hefur tengt málakerfi embættisins við stafrænt pósthólf á island.is, sem er miðlæg þjónustugátt stjórnvalda. Um mikið framfaraskref er að ræða í þjónustu embættisins sem eykur hraða og skilvirkni birtinga á afgreiðslubréfum og öðrum gögnum sem embættinu ber að birta samkvæmt lögum.
Frá og með 1. september 2022 verður birting sértækra skjala, þ.e. skjala sem beint er sérstaklega til einstaklings eða lögaðila, eingöngu birt í pósthólfi viðkomandi. Við það sparast mikill tími starfsmanna og kostnaður við bréfaútsendingar – auk þess sem skilvirkni embættisins gagnvart umsækjendum og öðrum sem fá þjónustu frá embættinu – eykst verulega þar sem þú getur alltaf fundið skjölin þín í pósthólfinu.
Sjá link hér fyrir neðan á frétt á vef UTU.
https://www.utu.is/umhverfis-og-taeknisvid-uppsveita-bs-tengist-postholfinu-a-island-is/