Vinnuskóli Flóahrepps 2022 verður starfræktur frá 7. júní – 22. júlí fyrir unglinga sem eiga lögheimili í Flóahreppi.
Nemendur sem eru að ljúka námi 8. – 10. bekk eiga kost á vinnu í 6 vikur frá klukkan 9:00 – 15:00, mánudaga – fimmtudaga.
Nemendur sem eru að ljúka námi í 7. bekk eiga kost á vinnu í 2 vikur á opnunartíma vinnuskólans í samráði við flokkstjóra.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Flóahrepps og á skrifstofu Flóahrepps og þarf umsókn að vera undirrituð af foreldri/forráðamanni.
Umsóknarfrestur um störf í Vinnuskóla Flóahrepps rennur út 10. maí 2022.
Sveitarstjóri Flóahrepps.
Tengill á umsókn: