Flokkstjórar í vinnuskóla Flóahrepps
Sumarstarf og útivera í Flóahreppi 2022
Flóahreppur óskar eftir að ráða flokkstjóra í vinnuskóla Flóahrepps. Leitað er að öflugum einstaklingum sem eiga auðvelt með samskipti og hafa gaman af því að starfa með unglingum og ungmennum. Flokkstjórar undirbúa verkefni vinnuskólans ásamt umsjónarmanni fasteigna og starfa einnig með húsvörðum í fasteignum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með unglingum og ungmennum. Vinnuskólinn starfar í 7 vikur frá 7. júni – 22. júlí en starfstími flokkstjóra getur orðið allt að 2 vikum lengri við slátt og aðra umhirðu á lóðum sveitarfélagsins.
Umsóknir ásamt ferilskrá og sakavottorði berist skrifstofu Flóahrepps fyrir 7. apríl 2022 á netfangið floahreppur@floahreppur.is Nánari upplýsingar í síma 480 4370.