Varstu búin(-n) að taka þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022?
Í könnuninni hafa landshlutasamtök, Byggðastofnun og aðrir sem vinna að byggðaþróun reynt að gera sér grein fyrir stöðu atvinnulífsins vítt og breitt um landið.
Ef þú ert búin að taka þátt þakka ég þér fyrir og þú þarft þá ekki að lesa meira af þessum pósti.
Hingað til hefur þátttaka verið góð á landsvísu en nú bregður svo við að þátttakan er frekar dræm og því sendi ég þér þennan póst.
Ég vil hvetja alla sem eru í rekstri í Flóahreppi, fyrirtæki og einstaklinga, einyrkja og opinbera aðila að taka þátt svo við fáum raunhæfa mynd af stöðu atvinnulífsins á Suðurlandi.
Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í atvinnurekstri: einyrkjum og stærri fyrirtækjum sem og stofnunum.
Aðeins tekur um 9-11 mínútur að svara könnuninni.
Vertu með og láttu í þér heyra og þú getur nálgast könnunina hér: https://survey.sogosurvey.com/r/fyrirtaeki22/(BEINT INN Í KÖNNUNINA).
Þátttaka þín skiptir máli.
Kær kveðja
Brynja Hjálmtýsdóttir
Verkefnastjóri/ráðgjafi
Fjölheimum, Tryggvagötu 13
800 Selfossi
Tel. 560-2041 / 858-6509