Skipulagsbreytingar;
– Deiliskipulag skólalóðar Flóaskóla – Þingborgar íbúðabyggðar og stækkun á Heiðargerði, iðnaðarsvæði.
Efla ehf hefur unnið tillögur að endurskoðun á deiliskipulagi þriggja svæða á vegum Flóahrepps. Næsta skref er að ná samráði við íbúa um tillögurnar áður en þær fara í formlegt ferli. Boðað er til íbúafundar 16. febrúar klukkan 20:00 í Þingborg til þess að kynna tillögur samstarfshóps Flóahrepps að deiliskipulagi skólalóðar Flóaskóla, tillögu að stækkun iðnaðarsvæðis í Heiðargerði og tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Þingborg.
Sveitarstjórn Flóahrepps.