Ullarvika á Suðurlandi stendur nú yfir, námskeið hafa verið haldin vítt og breitt um Suðurland og opin hús hjá ýmsu handverksfólki, verslunin í gömlu Þingborg er að sjálfsögðu opin alla dagana og þar er hægt að fara um húsið og skoða vinnuaðstöðuna. Í kvöld fimmtudag er prjóna og spunakvöld sem er öllum opið og frítt inn, á laugardag er markaðsdagur þar sem verða ýmsar vörur til sölu og sýningar á handverki og Páll Imsland verður með myndasýningu af íslensku sauðfé.
Dagskrá Ullarviku á Suðurlandi í Þingborg félagsheimili
Fimmtudagur 7. Október 2021
Prjóna- og spunakaffi í Þingborg, kl. 10 – 16.00, örkennsla Í „rauða stólnum“,
opið hús og allir velkomnir í kaffi og kökur
Prjóna- og spunakvöld, garnskiptimarkaður í Þingborg, kl. 19.30 – 22.00
Föstudagur 8. Október 2021
Prjóna- og spunakaffi í Nýju Þingborg, kl. 10 – 16.00, örkennsla Í „rauða stólnum“
opið hús og allir velkomnir í kaffi og kökur
Laugardagur 9. Október 2021
Markaður: beint frá handverksfólki og beint frá býli í Þingborg, kl. 10. – 16.00