Hvenær: 21. júní 2021 – klukkan 20:00
Taktu þátt í að móta skólastefnu til framtíðar
Íbúafundur um skólastefnu Flóahrepps
Á fundinum verður farið yfir niðurstöður vinnufunda með sveitarstjórn, nefndarfólki og leik- og grunnskólafólki og leitað verður til íbúa um áherslumál stefnunnar. Stefnan verður mótuð með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi líkt og gert var í heildarstefnu sveitarfélagsins sem samþykkt var á síðasta ári. Samvinna íbúanna í svo mikilvægum málaflokki leikur stórt hlutverk þegar kemur að framþróun samfélagsins. Í framhaldi af því var ákveðið að móta nýja skólastefnu sem einnig tæki mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í mótun skólamála í sveitarfélaginu.
Að lokinni vinnu við skólastefnu verða kynntar helstu tölur ársreiknings Flóahrepps 2020.