Árlegt hreinsunarátak í Flóahreppi verður dagana 17. til 28. maí. Timbur- og járnagámar verða á söfnunarsvæðum þessa daga.
Söfnunarsvæði eru við Heiðargerði og í Hófgerði. Viljum við biðja um að ekki sé verið að koma með efni eftir klukkan 20 á kvöldin að Hófgerði.
Minnt er á að starfsstöð Íslenska gámafélagsins í Hrísmýri tekur á móti endurvinnsluefni og úrgangi frá íbúum í Flóahreppi þeim að kostnaðarlausu á auglýstum opnunartíma.
Opnunartími í Hrísmýri er mánudaga- föstudaga frá 13 til 17 og laugardaga frá 13 til 16.