Árlegt hreinsunarátak í Flóahreppi verður í maí eins og undanfarin ár. Timbur og járnagámar verða á söfnunarsvæðum dagana 17. – 28. maí. Vikuna á undan eða dagana 10. til 14. maí verður hægt að fá gáma heim á bæi fyrir flokkað endurvinnsluefni ef um mikið magn er að ræða. Athugið að alltaf er gerð krafa um flokkun.
Minni ykkur á starfsstöð ÍGF á Selfossi sem tekur á móti endurvinnsluefni og úrgangi frá íbúum í Flóahreppi á auglýstum opnunartíma.