Ágætu bændur í Flóahreppi
Söfnunaraðili á heyrúlluplasti, Íslenska Gámafélagið, hefur unnið að því að yfirfara verkferla og öryggismál fyrirtækisins.
Í framhaldi af því senda þau okkur ósk um að koma skilaboðum til ykkar um að bændur þurfa að vera á vaktinni þegar bíllinn kemur á hlaðið og undir engum kringumstæðum megi bílstjóri eða aðstoðarmaður hans fara á tæki bænda til að koma heyrúlluplastinu í bílinn eins og einhversstaðar hefur tíðkast fram að þessu.
Með þessu er verið að skýra línur og tryggja öryggi allra sem best.
Mikilvægt er að vanda frágang á plastinu og fjarlægja hey, net og óhreinindi úr endurvinnsluefninu.
Flóahreppur mun senda leiðbeiningar um frágang heyrúlluplasts til notenda í Flóahreppi.
Sveitarstjóri Flóahrepps